Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 79
Páll Theódórsson:
Ritvinnsla með tölvum
1. Inngangur
Fram á annan áratug þessarar aldar var allt prentað mál handsett hér á landi.
Mikil breyting varð í prenttækninni þegar fyrsta setningarvélin kom til
landsins árið 1914, því einn vélsetjari afkastaði jafn miklu og 5 menn við
handsetningu.
Fyrir rúmum áratug kom ný setningartækni, þar sem tölva leysti setn-
ingarvélina af hólmi og síðustu ár hafa blýsetningarvélarnar verið að hverfa
úr notkun. Nú er svo til allt prentað mál tölvusett hér á landi. Forsenda
hinna öru breytinga á síðustu árum er örtölvan og dvergrásir rafeindatækn-
innar.
Tímabili hinna öru framfara í prenttækni lýkur þó ekki þegar slökkt
verður á síðustu blýsetningarvélinni því á næstu árum verður vafalítið ör
þróun á þessu sviði. En nú munu breytingarnar ekki einungis snerta
prentsmiðjurnar, heldur mun hin nýja tækni ná inn í vinnustofur rithöf-
unda, blaðamanna, þýðenda og annarra þeirra sem semja eða búa texta til
prentunar. Einfaldar ritvinnslutölvur munu ekki einungis færa okkur nærri
hljóðlaust rittól í stað ritvélarinnar, heldur tæki sem mun auðvelda allar
breytingar á skrifuðum texta, og loks mun það samtímis vinna verk setn-
ingartölvunnar svo ekki verður nauðsynlegt að setja textann í prentsmiðju
og lesa próförk. I lok þessa áratugar verður sennilega jafnfátítt að vélrituðu
handriti bóka verði skilað í prentsmiðju og nú að sett sé eftir handskrif-
uðum texta.
Eg held að styttra sé í þessar breytingar en menn gera sér almennt ljóst og
því tímabært að kynna nokkuð hina nýju tækni á vettvangi sem Tímariti
Máls og menningar.
Ýmsar breytingar hefur þurft að gera á ritvinnslukerfunum til að þau réðu
við íslenska stafrófið, sem hefur fleiri bókstafi en hið enska, sem kerfin eru
gerð fyrir. Ég mun fyrst fjalla hér nokkuð um þessar breytingar, lýsa síðan
hvernig ritvinnsla í tölvum fer fram og ræða kosti og möguleika þessarar
tækni, þá mun ég lýsa nokkuð þeim tækjabúnaði sem þarf til ritvinnslunnar
og að lokum ræða um líklegar framfarir í tækninni á komandi árum.
197