Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 45
Helga Kress hugmynd um bakgrunn þeirra verka sem í ritinu birtust og fjallaði þá einkum um Stein Steinarr, Þórberg Þórðarson og Halldór Laxness, forgöngumenn þeirra höfunda sem kynntir eru í ritinu með verkum sínum og stuttum æviágripum. Hversvegna það var goðgá að fjalla um baksvið bókmennta sem nú eru samdar, við því gefur Helga Kress engin svör þó hún fordæmi atferli mitt. Hún staðhæfir að Icelandic Writing Today eigni sér útgáfurétt á öllum þeim verkum sem í ritinu birtast. Þennan útgáfurétt var ég búinn að tryggja mér 1976 (ljóðin) og 1982 (óbundið mál). Afturámóti réðu hagkvæmnissjónarmið því að ég setti höfundarréttarmerkið © við nafn ritsins, en ekki við hvert ljóð og hverja sögu, og var það bæði gert til að girða fyrir að efni úr ritinu væri birt annarstaðar í heimildarleysi og eins til að gera ritið að nokkurskonar milliliði milli höfunda og hugsanlegra lysthafenda útí heimi. í hverju einstöku tilviki (með einni und- antekningu) er um að ræða tvöfaldan höfundarrétt: rétt höfundar á frumverki sínu og einkarétt þýðanda á þýðingu sinni. Vonandi sér hver heilvita maður að einfaldasta leiðin til að girða fyrir óleyfilega endurbirt- ingu var að setja allt efni ritsins undir einn hatt í stað þess að útbía það með 250 höfundarréttarmerkjum! Hvaða hag ég eða Icelandic Writing Today ætti að hafa af því að eigna sér höfundarrétt efnisins umfram þessa einu birtingu er raunar ráðgáta, því mér vitanlega hafa hvorki útgefendur né ritstjórar tímarita hingaðtil staðið í biðröðum til að verða sér úti um íslenskt efni, jafnvel þó til séu prýðisgóðar þýðingar. Það er flókið mál og vandasamt að koma íslenskum bókmenntum á framfæri erlendis, og tiltæki mitt var vitaskuld bæði bíræfið og vonlítið, að minnstakosti sá þáttur sem varðar fjárhagshliðina. Helga Kress vitnar í gamla grein eftir Halldór Laxness í erlendu tímariti um erfiðleikana við að fá texta fámennra málsvæða þýdda á tungur stærri þjóða, sem þó séu smámunir hjá hinu að fá þá gefna út. Meðal annars af þessum sökum réðst ég í að gefa út Icelandic Writing Today, sem Helga Kress telur vera hörmulegt slys, og tókst eftir sex ára stranga baráttu að koma The Postwar Poetry of Iceland á þrykk í Ameríku. Þá kemur röðin að notkun íslenskra bókstafa sem ekki koma fyrir í ensku. Helga Kress heimtar skilyrðislaust að ég noti bókstafina þ og ð í íslenskum nöfnum, þó þeir séu ólæsilegir öðrum útlendingum en norrænufræðingum og áhugamönnum um íslenska tungu. Þessari sér- viskulegu þjóðrembu dettur mér ekki í hug að samsinna. Af langri og napurri reynslu af samskiptum við fólk á ýmsum menntastigum af mörgu þjóðerni, ekki síður Norðurlandabúa, Breta og Bandaríkjamenn 163
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.