Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 58
Tímarit Máls og menningar
I framhaldi af þessu held ég því fram að einhver elsti og djúpstæðasti
þátturinn í hugmyndafræði vísindanna sé fólginn í sífelldri leit eftir betri
tökum á tilveru okkar og umhverfi. Þessi þáttur er því miður oft og tíðum
misskilinn á þann veg að einungis sé um að ræða efnisleg tök sem birtist í
„betri lífskjörum” í einhverjum þröngum efnislegum skilningi („meiri
hagvexti"). Staðreyndir sögunnar sýna hins vegar að það getur leitt til
ófarnaðar að skilgreina viðfang vísinda svo þröngt og stýra samfélags-
skútunni samkvæmt því, og sem betur fer eru slík viðhorf nú á undanhaldi.
Hollara er hins vegar að fella undir ”betri tök” í þessu viðfangi allt það sem
getur orðið til að auka og dýpka skilning manna á sjálfum sér, tilveru sinni
og umhverfi.
Nýsteinaldarbyltingin
Ýmsum mun þykja fulllangt gengið að hugsa sér upphaf vísinda „aftur í
grárri forneskju” eins og lýst var hér á undan. Sumum þeirra mun þykja nær
lagi að bera niður í byrjun nýsteinaldar sem svo er kölluð eða m.ö.o. eftir
nýsteinaldarbyltinguna (neolithic revolution). Með því orði er átt við þau
straumhvörf sem urðu í hverju samfélagi um sig þegar menn hurfu frá
lífsháttum safnara og veiðimanna og tóku upp skipulegan landbúnað, bæði
kvikfjárrækt og akuryrkju. Jafnframt þessu gerbreyttist samfélag manna:
Einingar stækkuðu og menn tóku upp samvinnu og verkaskiptingu í fram-
leiðslu; stjórnkerfi kom til sögunnar ásamt miðstýrðum og samræmdum
trúarbrögðum, ritmáli og ýmsu öðru sem okkur er nú á dögum tamt að telja
til menningar. Þessi bylting varð á mismunandi tíma í hinum ýmsu samfé-
lögum manna á jörðinni. Fyrst er hún talin hafa gerst í fljótsdölunum miklu
í Egyptalandi og Mesópótamíu um það bil 4000 f.Kr. Nokkru seinna urðu
slík straumhvörf í fljótsdölum Indlands og Kína og enn síðar í ríkjum
Indíána í Suður- og Mið-Ameríku. Hér á norðurhjara varð nýsteinaldar-
byltingin ekki fyrr en eftir Krists burð.
Tilkoma ritmáls markar að sjálfsögðu tímamót í sögu vísindanna, hvað
sem öðru líður. Það voru einmitt Fornegyptar og Babýlóníumenn sem
fyrstir manna tóku að skrá með skipulegum hætti ýmsar athuganir, t.d. á
gangi himintungla, sem urðu fræðimönnum síðari tíma mikill fengur.
Jafnframt eiginlegri stjörnufræði sem við köllum nú á dögum þróaðist með
þessum þjóðum svokölluð stjörnuspeki (astrology) sem tengist stjörnuspám
og þess háttar andlegri iðju. Flestir vísindasagnfræðingar nútímans eru á því
máli að þarna hafi í öndverðu verið um órofa heild að ræða, þannig að á
þeim tíma hafi það ekki haft neina merkingu að tala um stjörnufræði annars
vegar og stjörnuspeki hins vegar. Þannig segir t.d. Otto Neugebauer, sem
176