Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 53
Hugmyndafrxði vísindanna framtíð sem hann gæti sjálfur ráðið talsverðu um. Svipaðar viðhorfs- breytingar má greina í þróun barns sem er að öðlast vitund um sjálft sig. Þess eru einnig mörg dæmi úr sögu og samtíð að hópar, stofnanir, starfs- greinar eða hreyfingar öðlist sjálfsvitund af svipuðum toga: geri sér grein fyrir og afmarki sérstöðu sína innan samfélagsins sem heildar, grandskoði sögu sína og samskipti eða víxlverkun við umhverfið á hverjum tíma. Þetta er einmitt eitt af því sem hefur verið að gerast í samfélagi vísinda og fræða á þessari öld og birtist m.a. í vaxandi iðkun vísindasögu og vísindaheimspeki. Þessi þróun í þankagangi vísindanna á sér ýmsar rætur, m.a. bæði í breyttu inntaki vísindalegrar þekkingar og viðfangsefna og í breyttum áhrifum vísinda á samfélagið í kringum sig, sem verða siðan til þess að ímynd vísinda meðal almennings gerbreytist. Með breytingum á vísindalegri þekkingu á ég m.a. við þau grundvallar- umskipti sem orðið hafa á kenningum eðlisfræðinnar á þessari öld og eru yfirleitt talin til vísindabyltinga í anda bandaríska vísindasagnfræðingsins Tómasar Kuhns, en nú eru einmitt liðin 20 ár síðan bók hans um þau efni kom út."’ Afstteðiskenning Einsteins, sem varð til á fyrstu tveimur áratugum aldarinnar, og svokölluð skammtafrceði, sem var steypt í fast mót á þriðja áratugnum, eru dæmi um slíkar byltingar. Hér eru ekki tök á að ræða nánar um skilgreiningu eða inntak þessara byltinga en ég vil þó geta um þau áhrif sem reynslan af þeim hefur haft á grundvallarviðhorf vísindamanna. Fyrir aldamótin var farið að bera talsvert á kreddufestn t.d. í eðlisfræði: Ýmsir töldu eðlisfræðina hafa höndlað hinn eina rétta sannleika á sínu sviði, eða þess væri a.m.k. ekki langt að bíða. Fyrrnefndar byltingar hrundu þessum viðhorfum hins vegar á nokkrum áratugum, þannig að nú einkennast þessi sömu vísindi miklu heldur af efahyggju: Eftir þessa bitru reynslu eru flestir viðbúnir því að nýjar kenningar kunni að leysa af hólmi þær sem við vitum réttastar á hverjum tíma - og það jafnvel þótt menn á borð við Einstein hafi þar um vélt! Þegar ég tala um breytt áhrif vísinda á samfélagið og breytta ímynd þeirra hef ég auðvitað í huga bæði mörg mál og stór sem upp hafa komið á þessari öld, einkum þó eftir 1940 eða svo. Fyrsti og kannski versti skellurinn sem ég nefni var kjarnasprengjan á Hiroshima árið 1945. Þá hrukku flestir illilega upp við vondan draum: Vísindin, sem höfðu verið talin mannkyninu eindregið til góðs, voru allt í einu farin að bera baneitraða meiri háttar ávexti. Vissulega reyndu ýmsir að halda uppi þeim vörnum að vísindin gætu ekkert að því gert hvernig misvitrum valdsmönnum þóknaðist að nota sér niðurstöður þeirra. Slíkar varnir hafa þó komið fyrir lítið enda hæpið að þær gangi nógu nærri kjarna málsins, þótt þær séu e.t.v. ekki alveg út í hött. Aðrir, þ.á m. þekktir vísindamenn úr fremstu röð eins og Albert Einstein, 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.