Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 111
sem hann hefur fundið nýtilegt í niður- stöðum fimm lesendakannana, sem svo eru nefndar, og unnar voru hérlendis á síðasta áratug. Hver einstök þessara kannana er „af vanefnum gerð“ (bls. 17) að mati Ólafs og skal því ekki mótmælt hér. Þeim mun þakkarverðara er að nú má finna í einum stað kynningu á þeim öllum, nokkurn samanburð og tilraun til þess að gera um þær heildarályktun, í von um að ein könnun í ófullkomleika sínum bæti þar aðra upp. Skýrslur hafa birst um þrjár umræddra kannana í Skírni, einmitt undir handarjaðri Ólafs, frá einni er sagt í bók, en hin fimmta, Hagvangskönnunin, virðist að hluta til fá frumumfjöllun sína í riti Ólafs Jóns- sonar, sem hér er til umræðu. I samræmi við það er langýtarlegast frá henni sagt og verður sú frásögn að teljast uppistaða ritsins. Frásögn af könnun, af því tagi sem Ólafur Jónsson hefur tekist á hendur, verður óhjákvæmilega með heilmiklu tölulegu ívafi. Ólafur hefur af því óþarf- ar áhyggjur, að mínu mati, að fyrir vikið séu þetta „þurrleg fræði“ (bls. 12) og, eins og hann segir undir lokin: „Þetta er orðið býsna langt mál, og þó hætt við að textinn sé enn þyrrkingslegri en hvað hann er langur“ (bls. 90). Eg tel það tvímælalaust til gildis frásögninni af Hagvangskönnuninni hversu þar er víða gripið til taflna og að þeim er dreift um textann fremur en að urða þær í botn- langa aftan meginmáls í misskilinni um- hyggju fyrir sálarró talnafælinna lesenda, eins og stundum má sjá í bókum. Texti af þessu tagi er mér alltént mjög að skapi, þar sem sáldrað er ofan í frásögn og hugleiðingar höfundarins samþjöppuðum tölulegum fróðleik í töfluformi sem varpar ljósi á mál hans, gefur lesandanum tækifæri til að sann- Umsagnir um bœkur reyna túlkanir hans og verður honum jafnframt hvati til frekari ályktana. Notkun höfundarins á töflum er hins vegar í sumu tilliti gagnrýniverð. Vil ég þar tiltaka þrennt, sem allt skiptir máli, þótt sumt kunni að þykja smásmugu- legt. I fyrsta lagi er það afleit sparnaðar- ráðstöfun að auðkenna töfluhluta með tölu- eða bókstöfum í stað þess að eyða því litla viðbótarrými sem til þarf svo að skiljanleg fyrirsögn komist fyrir. Dæm- in um þennan sparnað í pappír á kostnað læsileika hefjast á blaðsíðu 31 og standa með litlum hléum þar til á bls. 61. Þetta einfalda atriði leiðir til þess að töflurnar notast lesandanum ekki á þann hnökra- lausa hátt sem til var stofnað og allar forsendur voru annars til. I öðru lagi tel ég varhugavert að setja töflur upp á þann veg að háðum og óháðum breytistærðum sé víxlað, en þetta gerist á fáeinum stöðum í bókinni. Augljóst dæmi er tafla 5.7. á bls. 44 þar sem aldurshópar eru reiknaðir sem hlut- fall af leshópum í stað þess að leshóparn- ir séu reiknaðir sem hlutfall af aldurs- hópum. Með þessu er alls ekki sagt að aðferð Ólafs sé röng, en hún skapar erfiðleika við túlkun. Væri taflan sett upp á þann veg sem hér er stungið upp á kæmi sambandið milli aldurs og bók- menntasmekks enn skýrar fram. Svipaða sögu má segja um töflu 5.8., sem fjallar um menntun leshópanna. Ólafur sýnir réttilega fram á að langskólagengnir menn eru rúm 14 prósent leshóps A, þ. e. þeirra sem einkum aðhyllast skemmtibókmenntir, og eru þannig fyr- irferðarminnstir í þeim flokki. Ef við lítum hins vegar á fjölda skemmtisagna- unnenda sem hlutfall af hópi lang- skólagenginna reynist það vera 33 pró- sent, eða jafnhátt og hlutfall þess flokks á meðal þeirra sem enga skólagöngu hafa 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.