Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 105
sjálfsagt úr myndasöguheftum sem vin-
sæl voru á þeim tíma sem sagan á að
gerast. Aðrar bókmenntalegar vísanir
spanna allt frá grískum goðsögum og
hetjukviðum (Herkúles, Ilíonskviða)
um Islendingasögur (Drangey) til
myndasöguhefta nútímans. (Reyndar er
enn ein tegund af textum, ef texta skyldi
kalla, sem leggja drjúgt til heims bókar-
innar, en það eru vörumerki: matchbox-
bílar, packardbílar, kamelhósti, chester-
field sígarettur, assa lyklar.) Þótt sumar
þessara vísana eða tilvísana séu greini-
lega hugsaðar sem fyndni yfir höfuð
sögupersóna (hið leiðinlega skipatal í Ilí-
onskviðu, td.), og geti verkað nokkuð
langsóttar, er full ástæða til að taka vísun
bókarheitisins alvarlega. Þrekraunir
riddara hringborðsins, ferðir um leynd-
ardómsfulla skóga og heimsóknir í dul-
arfulla kastala, voru vígsla þeirra til æðra
siðferðisstigs. Þótt riddarar hringstigans
séu bara pottormar og sverðin nagla-
spýtur leggja þeir af stað í ferð sína með
sama hugarfari:
Hugurinn stefnir upp.
Upp í turninn þar sem leyndar-
dómarnir bíða. (189)
Og, eftir kaflaskil:
UpP-
Já uppí turninn því stiginn ligg-
ur í hringi og við megum ekki
gleyma því að við erum í kastala.
Þess vegna gæti Þyrnirós legið
uppá lofti mörg hundruð ára
gömul. En áfram upp í turninn, á
vit leyndardómanna. (190)
Kaflinn sem byrjar á þessari síðari til-
vitnun heitir „Allt í plati rassagati" og
undirstrikar þessi fyrirsögn það sem
Umsagnir um bakur
bæði strákunum sjálfum og lesendum er
fullljóst, að riddararnir og kastalinn eru
bara plat, en írónían fær tvöfaldan botn
þegar í ljós kemur að ferðin upp hring-
stigann er vissulega farin á vit hins ótta-
legasta leyndardóms og getur orðið
vígsla einstaklingsins sem siðgæðisveru.
Nú er það vitaskuld ekki svo að Ridd-
arar hringstigans séu allegórísk saga þar
sem hvert atriði hafi frumspekilega skír-
skotun. Það eru sannarlega sprelllifandi
strákar sem við lesum um. Umhverfi
þeirra, leikjum og hugmyndaheimi er
lýst á fjarska trúverðugan hátt. Jafnaldr-
ar Einars Más og reyndar margir aðrir
fyrrverandi (?) strákar þekkja sjálfa sig,
og aðrir ættu að geta hrifist með og lifað
sig inn í ævintýri þeirra. Lýsingin á af-
mælisveislu Óla með öllum hennar
uppákomum er í einu orði sagt frábær,
þótt fáir krakkar séu svo heppin að eiga
annan eins lögregluþjón fyrir frænda og
Óla hefur fallið í skaut. Prýðileg er líka
lýsingin á kvöldævintýrum strákanna og
stendur sig fullvel sem raunsæ frásögn.
Raunsæ frásagnarlist er þó ekki
keppikefli Einars Más eða viðmiðun.
Það kemur skýrast fram í því hvernig
hann segir söguna. Það er raunar strák-
urinn Jói sem segir hana, í fyrstu
persónu nútíðar en með þeim hætti að
stöðugt víxlast orðalag hans og hug-
myndaheimur og orðalag og hugmynda-
heimur rithöfundar, sem ríkir eins og
guð í verki sínu og lætur okkur aldrei
gleyma því. Þessi frásagnaraðferð hæfir
efninu vel og gefur höfundi möguleika
sem hann vinnur vel úr. Auk þeirra skír-
skotana sem ég hef þegar fjallað um á ég
við ýmislegt samfélagslegt skop og galsa-
fenginn húmor í lýsingu strákanna og
fullorðna fólksins í kringum þá. Þó
vakna stundum spurningar um hvort
höfundur misnoti ekki almætti sitt á
223