Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 105
sjálfsagt úr myndasöguheftum sem vin- sæl voru á þeim tíma sem sagan á að gerast. Aðrar bókmenntalegar vísanir spanna allt frá grískum goðsögum og hetjukviðum (Herkúles, Ilíonskviða) um Islendingasögur (Drangey) til myndasöguhefta nútímans. (Reyndar er enn ein tegund af textum, ef texta skyldi kalla, sem leggja drjúgt til heims bókar- innar, en það eru vörumerki: matchbox- bílar, packardbílar, kamelhósti, chester- field sígarettur, assa lyklar.) Þótt sumar þessara vísana eða tilvísana séu greini- lega hugsaðar sem fyndni yfir höfuð sögupersóna (hið leiðinlega skipatal í Ilí- onskviðu, td.), og geti verkað nokkuð langsóttar, er full ástæða til að taka vísun bókarheitisins alvarlega. Þrekraunir riddara hringborðsins, ferðir um leynd- ardómsfulla skóga og heimsóknir í dul- arfulla kastala, voru vígsla þeirra til æðra siðferðisstigs. Þótt riddarar hringstigans séu bara pottormar og sverðin nagla- spýtur leggja þeir af stað í ferð sína með sama hugarfari: Hugurinn stefnir upp. Upp í turninn þar sem leyndar- dómarnir bíða. (189) Og, eftir kaflaskil: UpP- Já uppí turninn því stiginn ligg- ur í hringi og við megum ekki gleyma því að við erum í kastala. Þess vegna gæti Þyrnirós legið uppá lofti mörg hundruð ára gömul. En áfram upp í turninn, á vit leyndardómanna. (190) Kaflinn sem byrjar á þessari síðari til- vitnun heitir „Allt í plati rassagati" og undirstrikar þessi fyrirsögn það sem Umsagnir um bakur bæði strákunum sjálfum og lesendum er fullljóst, að riddararnir og kastalinn eru bara plat, en írónían fær tvöfaldan botn þegar í ljós kemur að ferðin upp hring- stigann er vissulega farin á vit hins ótta- legasta leyndardóms og getur orðið vígsla einstaklingsins sem siðgæðisveru. Nú er það vitaskuld ekki svo að Ridd- arar hringstigans séu allegórísk saga þar sem hvert atriði hafi frumspekilega skír- skotun. Það eru sannarlega sprelllifandi strákar sem við lesum um. Umhverfi þeirra, leikjum og hugmyndaheimi er lýst á fjarska trúverðugan hátt. Jafnaldr- ar Einars Más og reyndar margir aðrir fyrrverandi (?) strákar þekkja sjálfa sig, og aðrir ættu að geta hrifist með og lifað sig inn í ævintýri þeirra. Lýsingin á af- mælisveislu Óla með öllum hennar uppákomum er í einu orði sagt frábær, þótt fáir krakkar séu svo heppin að eiga annan eins lögregluþjón fyrir frænda og Óla hefur fallið í skaut. Prýðileg er líka lýsingin á kvöldævintýrum strákanna og stendur sig fullvel sem raunsæ frásögn. Raunsæ frásagnarlist er þó ekki keppikefli Einars Más eða viðmiðun. Það kemur skýrast fram í því hvernig hann segir söguna. Það er raunar strák- urinn Jói sem segir hana, í fyrstu persónu nútíðar en með þeim hætti að stöðugt víxlast orðalag hans og hug- myndaheimur og orðalag og hugmynda- heimur rithöfundar, sem ríkir eins og guð í verki sínu og lætur okkur aldrei gleyma því. Þessi frásagnaraðferð hæfir efninu vel og gefur höfundi möguleika sem hann vinnur vel úr. Auk þeirra skír- skotana sem ég hef þegar fjallað um á ég við ýmislegt samfélagslegt skop og galsa- fenginn húmor í lýsingu strákanna og fullorðna fólksins í kringum þá. Þó vakna stundum spurningar um hvort höfundur misnoti ekki almætti sitt á 223
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.