Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 90

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 90
Úlfar Bragason: Tvö rit um bókmenntasamanburð Á síðasta vetri komu út í Reykjavík tvö rit um samanburðarrannsóknir á bókmenntum. Þetta eru bókin Rœtur Islandsklukkunnar eftir Eirík Jónsson og ritgerðir Hermanns Pálssonar undir heitinu Ur hugmyndaheimi Hrafn- kels sögu og Grettlu í 39. hefti Studia Islandica. Hér á eftir er ætlunin að fjalla um í hverju bókmenntasamanburður er fólginn og hvernig og í hvaða tilgangi nefndir fræðimenn nota rannsóknar- aðferð þessa. Bókmenntasamanhurbur Bókmenntasamanburður eða samanburðarrannsóknir á bókmenntum hófst sem sérgrein í bókmenntakönnun á síðustu öld en ruddi sér einkum til rúms á fyrri hluta þessarar aldar. Takmörkuðu forvígismenn hans verksvið sitt við rannsóknir á áhrifum sem berast frá bókmenntum einnar þjóðar til annarrar og töldu þetta sjálfstæða fræðigrein við hliðina á fræðunum um einstakar þjóðarbókmenntir og almennri bókmenntasögu um þróun og hræringar innan bókmennta yfirleitt.1 Hins vegar hefur annars konar bókmenntasamanburður verið tíðkaður og orðið er nú vanalega haft um hvers konar samanburð á bókmenntum hvort sem það eru bókmenntir tveggja þjóða eða t. d. einstök verk.2 Bókmenntasamanburður er þannig í raun hluti allra bókmenntarannsókna og -gagnrýni því að öll viðmið fræðanna eru fengin við samanburð. Eðlilegt er þó að gera greinarmun á hvort bókmenntir eru bornar saman til skýringa án þess að reynt sé að ákvarða hvort nokkuð eiginlegt samband sé á milli þeirra eða samanburðurinn beinist að því að sanna að svo sé. Dæmi um það fyrra er formáli Kristjáns Karlssonar fyrir íslandsklukkunni en þar bendir hann t. d. á gríska harmleiki og Æneasarkviðu Virgils verkinu til skýringar. Rannsóknir Steingríms J. Þorsteinssonar á rótum skáldsagna Jóns Thoroddsen eru dæmi um það síðara.3 Þá er verið að rannsaka innra samhengi bókmenntanna, þ. e. samband milli höfunda og verka þeirra, bókmenntaverka, bókmennta tveggja eða fleiri þjóða og bók- menntastrauma. Er hægt að greina að upprunarannsóknir sem leita eftir áhrifum frá eða áhrifum á höfunda, verk o. s. frv. annars vegar og bók- menntasögulegan samanburð hins vegar, t. d. á stefnum og straumum. Nóg 208
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.