Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 96
Tímarit Máls og menningar Halldór Laxness notar texta á hinn margvíslegasta hátt, meitlar þá eða umskapar, ellegar þeir verða honum aílvaki sjálfstæðrar sköpunar. (bls. 28) Eiríkur Jónsson verður ekki vændur um að líta á Islandsklukkuna sem safn heimilda Halldórs og áhrifa á hann heldur er það skoðun hans að samanburður á skáldverkinu og aðföngum höfundar leiði frumleika hans í ljós. Hann segir: Frumleiki er ekki eingöngu fólginn í óháðri sköpun heldur einnig og ekki síður í öflun efnis og sérstæðri úrvinnslu þess, nýrri skipan og samsetningu. Ur deiglunni kemur hin samfellda heild: listaverkið. (bls. 365) Stundum bregður Eiríkur á það ráð að túlka listaverkið íslandsklukkuna, sérstaklega þegar hann hefur ekki fundið margar heimildir fyrir köflunum í sögunni. Þetta á t. d. við umfjöllunina um 8. kafla Klukkunnar þar sem viðbrögð og viðhorf Sigurðar dómkirkjuprests og Snæfríðar eru skýrð, skilninginn á persónu Jóns Marteinssonar í umræðunni um 18. kafla sama hluta, skýringar við 16 kafla Hins ljósa mans og 12. kafla Elds í Kaupinhafn þegar Snæfríður og Arnas Arnæus skilja að síðustu. Eru þessar athuga- semdir Eiríks eitt það besta í verkinu og sýna glöggan skilning hans á skáldsögunni. Hins vegar eru endursagnir hans á 17. og 19. kafla Hins ljósa mans tilgangslitlar og til lýta. Framsetning Eiríks Jónssonar á því mikla efni sem hann hefur safnað saman er skipuleg, ljós og lipur. Að vísu verður stundum fullmikið af sundurlausum upptalningum. Stíll hans er oft allskáldlegur og jafnvel svo upphafinn að það hæfir varla fræðiverki sem þessu. Tilvísanir í kvæði Steins Steinarr og Jóns Helgasonar þar sem fjallað er um 12. og 14. kafla Elds í Kaupinhafn virðast alveg óþarfar. Úr hugmyndaheimi Hrafnkels sögu og Grettlu Eiríkur Jónsson leiðir hugann að því í Rætur Islandsklukkunnar hvort könnun á sköpunarsögu þess verks kunni að veita vísbendingu um samningu sumra Islendingasagna (bls. 367). Slíkt skammhlaup röksemda ber að varast heldur á að líta á skáldverkin í sögulegu ljósi og með hliðsjón af þeim viðhorfum sem ríktu þegar og þar sem þau voru samin eftir því sem kostur er. Hins vegar er skoðun Halldórs Laxness vafalaust rétt sem Eiríkur hefur eftir honum: 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.