Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar
stöku stað þannig að það rýri áhrifamátt
frásagnarinnar. Einkum á ég hér við dá-
lítinn kafla þar sem hann fer að lýsa
hugarheimi og gelgjufiðringi nokkurra
unglinga, sem lauslega tengjast sögu-
þræðinum, en einnig mætti nefna hug-
leiðingar um reglugerðir um útivist
barna og unglinga sem einhvern veginn
eru alveg utangarna. Slíkir hlutir eru
ekkert leiðinlegir í sjálfum sér, en mér
finnst þeir eiga heima í annarri bók.
Einar Már byrjaði rithöfundarferil
sinn sem ljóðskáld, eitt af þeim sem
ráðast með offorsi gegn hefðum og
grónum hugmyndum og reyna að vinna
skáldskap úr tungutaki og heimssýn
eigin kynslóðar. Stíllinn á Riddurum
hringstigans á í mörgu skylt við ljóð-
mæli Einars. Hann er með afbrigðum
hraður og líflegur, fullur af öfgafullum
og oft hittnum samlíkingum. Gott dæmi
er upphaf bókarinnar:
A meðan ég hleyp niður nýbón-
aðan stigann með klaufhamarinn
hans pabba í annarri hendinni sit-
ur Óli á olíutanknum fyrir fram-
an húsið.
Aður en ég veit af hef ég lamið
Óla með klaufhamrinum í haus-
inn.
Óli æpir.
Óli skelfur.
Hausinn á Óla breytist í marga
hausa. Óli hefur fjóra hausa.
Síðan glúkk:
Upp úr burstaklipptu höfðinu
skýst lítil kúla, lítið hvítt egg, og
tárin virðast hlaupa á undan Óla
innum kjallaradyrnar á húsinu.
Eg stend einn eftir fyrir framan
olíutankinn sem er grafinn niður í
jörðina. Aleinn með klaufhamar-
inn í hendinni. Með augunum
sprengi ég tankinn í loft upp. Eld-
gular glæringar, stjörnuljós upp
úr jörðinni.
Helvítis andskotans.
Eg bölva klaufhamrinum.
Eg bölva pabba sem á
klaufhamarinn.
Eg bölva Óla fyrir að vera með
hausinn fyrir.
Ég bölva búðinni sem selur
klaufhamra.
Ég bölva. Ég bölva.
Niður með klaufhamarinn!
(1-2)
Lengi vel má líta á þessa þulu sem
trúverðuga endursköpun á viðbrögðum
stráksins, þótt líkingarnar séu auðvitað
ekki hans, en síðasta upphrópunin
sprengir þennan ramma með skemmti-
legri íróníu og vísun í mótmælagöngu-
hróp.
Vissulega er myndmálið ekki alltaf
svona hnitmiðað, sumar af samlíkingun-
um fara fyrir ofan garð og neðan hjá
mér. Samt eru hinar miklu fleiri.
I dæminu hér að ofan mátti sjá hvern-
ig bæði myndmál og endurtekningar er
notað með afskaplega lýrískum hætti.
Annað lýrískt einkenni á stíl sögunnar
er það sem kalla mætti ávarpsstíl. Langir
kaflar eru í rauninni ávarp sögumanns til
Óla. (Þar að auki ávarpar höfundur
stundum lesanda, en það er allt annars
eðlis). Þessi ávörp orka kynlega á lesand-
ann og magna þá tilfinningu að verið sé
að segja frá mikilvægum og tilfinninga-
þrungnum atvikum. Ég skynja þessi á-
vörp sem ástríðufullt ákall eftir sam-
bandi, tilraun til að vekja upp aftur þann
fullkomna orðvana skilning sem ríkti
milli Jóa og Óla áður en þeir urðu að
skýrt mótuðum einstaklingum sem í eig-
inlegri eða óeiginlegri merkingu hurfu
224