Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar bætur karlmennskunnar, gaddavírinn sem hindrar flóttann og meiðir, brunn- inn sem mamma ratar til, köttinn með gleraugu á nefinu og er ævintýrið sjálft, móðurina sem deyr af því að sonurinn er útlægur og verður að lækna aðrar konur víðs fjarri, dauðu fiskana sem fljóta með rotnunardauni á yfirborði vatnsins og „þeir“ viðurkenna aldrei að hafi drepist úr mengun. I heimi sagnanna í Af mannavöldum ríkir harka og kuldi hið ytra. Dauðinn er alls staðar nálægur og honum er unnið fremur en lífinu. En þar er líka von. Til er mótvægi við hin illu öfl. Það er ást og samúð fólks, hin mannlega samhjálp. Hún er best meðal þeirra sem sæta kúg- un og ofbeldi. Þetta mótvægi við hörkuna og kuldann er að finna hjá konunni sem kemur hlaupandi á móti mæðgunum sem troða sér gegnum gaddavírinn, hjá ömmunni sem fer hús úr húsi og tekur til, það finnst hjá blindum öldungi: Sigrún lokaði augunum. Sem snöggvast sá hún fyrir sér góðlegt and- lit Sigmundar. Þannig hlaut guð á himnum að vera. Gamall maður og blindur. Með sigg í lófunum. (bls. 80) Hér hefur einungis verið reynt að gera grein fyrir því sem er sameiginlegt með sögunum níu, reynt að endurgera í fáum dráttum heimsmynd þeirra. En í raun og veru er hver einstök saga heimur út af fyrir sig. Vettvangur þeirra er ólíkur, Reykjavík, París, Túnis, Sviss og Spánn. Til samans myndar þetta sannferðugan sjóndeildarhring Evrópubúa. Sögurnar eru of ólíkar til þess að það hafi eitthvert gildi að bera þær saman. Þó vil ég í lokin geta tveggja þeirra sérstaklega, þar sem þær eru nokkuð sérstæðar hvað varðar þá útsýn sem þar gefur og mannleg sam- skipti. Þetta eru tilbrigði VI og IX, sögu- menn þeirra eru tengdir. Fullorðna kon- an, sögumaður IX, er náskyld stúlkunni, sögumanni í VI, sem gengur í hús með ömmunni að gera húsverkin. I báðum sögunum verður sögumaðurinn áskynja margbrotinna hörmunga og mikillar samúðar, í fyrri sögunni sem barn, í seinni sögunni sem sami einstaklingur- inn fullorðinn. Hinn tregafulli blær sem einkennir svo mjög frásögnina í Af mannavöldum verður hvergi eins áber- andi og í þessum tveimur sögum, tregi sögumannsins sem sér svo margt en á svo fátt til hjálpar annað en handtak og bros. I ritdómum, sem á baksíðu bókarkápu, er rætt um það að bók Álf- rúnar sé óvenjuglæsileg frumsmíð, eða athyglisvert byrjandaverk. Nokkuð finnst mér þetta skjóta skökku við þar sem Álfrún hefur verið að fást við bók- menntir, nema þær, rannsaka og kenna síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Við það hefur hún öðlast þann þroska og sjálfsaga sem nægir til að láta ekkert frá sér fara sem ekki nálgast hið fullkomna. Bókin Af mannavöldum getur því tæp- lega kallast „óvenju glæsileg frumsmíð," — en hún er, hvernig sem á er litið, óvenju glæsileg smíð. Böðvar Guðmundsson. BÆKUR OG LESENDUR Ólafur Jónsson: Bakur og lesendur. Um lestrarvenjur. Studia Islandica 40. Menn- ingarsjóður, Reykjavík 1982. I riti sínu, Bækur og lesendur, leitast Ólafur Jónsson við að tína saman það 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.