Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 107
hvor öðrum, ákall eftir því sakleysi og
samvitund sem ríkti fyrir syndafallið í
hringstiganum.
Einar Már Guðmundsson er einn úr
stækkandi hópi ungra rithöfunda sem
hafa gert uppvöxt í Reykjavík eftir-
stríðsáranna að viðfangsefni sínu. I
sumum greinum er hann skyldur Pétri
Gunnarssyni, en þó harla ólíkur honum
þegar vel er að gáð. Hvað sem líður
ýmsum minni háttar hnökrum á Riddur-
um hringstigans (þeir eru fremur ópúss-
aðir en nýbónaðir), eru þeir ein alvar-
legasta og um leið skemmtilegasta til-
raunin til að ummynda í skáldskap
tungutak og lífssýn sem hafa vaxið upp í
Reykjavík eftirstríðsáranna með öllum
hennar nýbyggingum, yfirvinnu og
menningarlega hrærigraut.
Vésteinn Ólason.
AF MANNAVÖLDUM -
TILBRIGÐI UM STEF
Bókin Af mannavöldum eftir Alfrúnu
Gunnlaugsdóttur kom út hjá Máli og
menningu haustið 1982. I bókinni eru
níu ónafngreindar smásögur, sem höf-
undur kallar tilbrigði um stef. Höfund-
urinn, Alfrún Gunnlaugsdóttir, er
Reykvíkingur að uppruna. Hún stund-
aði bókmenntanám við háskóla í Sviss
og á Spáni og lauk doktorsprófi í mið-
aldabókmenntum frá háskólanum í
Barcelona. Hún er dósent í almennum
bókmenntum við Háskóla Islands.
I ritdómum dagblaðanna, þar sem alls
staðar hefur verið farið lofsamlegum
orðum um Af mannavöldum, hafa rit-
dómarar velt því fyrir sér hvert það stef
sé sem lagt er út af í tilbrigðunum níu.
Þeir hafa m. a. bent á að það sé óttinn
Umsagnir um bakur
(I.J. í Tímanum 19/2 1983 og K. J. J. í
Þjóðviljanum 28.-28. nóv 1982), að það
sé flóttinn (G. A. í Helgarpóstinum 12/
11 1982) eða mannleg átök (J. K. í Morg-
unblaðinu 24/11 1982). Einn ritdómari
gengur meira að segja svo langt að full-
yrða að í sögunum geti „hver og einn
lesandi fundið sitt stef allt eftir eigin
hugarfari" (R. Á. í DV 17/11 1982).
Nokkuð langt er það gengið að gefa
hverjum og einum leyfi til að finna stef
eftir eigin hugarfari. Hins vegar má með
sanni segja að í Af mannavöldum sé
fjallað um mannleg samskipti og að til-
brigðin séu við hið gamalkunna þriggja-
tóna stef þeirra, ofbeldi, ótta og flótta.
Með einhverjum hætti hljómar þetta stef
í öllum tilbrigðunum þótt tónar þess séu
missterkir. Ofbeldi leiðir til ótta og ótti
til flótta. I fyrsta tilbrigði (hér eftir verða
þau merkt með rómversku tölunum I —
IX, eins og í bókinni) segir frá mæðgum
sem fluttar eru í sumarbústað utanbæjar
til að vera utan hættusvæðis hernáms-
áranna. Telpan er þar í fullkomnu ör-
yggi, þar til einn góðan veðurdag að
sprettur upp vopnaður maður í einkenn-
isfötum og vill gera sér dátt við móð-
urina. Ótti og varnarleysi móðurinnar
færist svo yfir á telpuna, þótt hún sjái
ekki aðra ástæðu en byssuna. Þær flýja,
hlaupa frá sumarbústaðnum, troðast yfir
gaddavírsgirðinguna og sleppa á náðir
konu í nærliggjandi sumarbústað. I II
segir frá þýskri stúlku sem hefur á
barnsaldri horft á föður sinn verða
ofbeldinu að bráð. Hann var lögreglu-
þjónn í heimaþorpi sínu og átti að til-
greina yfirvöldum orð nágrannanna. Til
að forða prestinum þykist hann hafa
sofnað í messu og ekki heyrt hvað hann
sagði. Landar hans fangelsa hann fyrir. I
stríðslok lendir hann í fangelsi á ný, —
hjá bandamönnum, — og er pyndaður.
225