Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 107
hvor öðrum, ákall eftir því sakleysi og samvitund sem ríkti fyrir syndafallið í hringstiganum. Einar Már Guðmundsson er einn úr stækkandi hópi ungra rithöfunda sem hafa gert uppvöxt í Reykjavík eftir- stríðsáranna að viðfangsefni sínu. I sumum greinum er hann skyldur Pétri Gunnarssyni, en þó harla ólíkur honum þegar vel er að gáð. Hvað sem líður ýmsum minni háttar hnökrum á Riddur- um hringstigans (þeir eru fremur ópúss- aðir en nýbónaðir), eru þeir ein alvar- legasta og um leið skemmtilegasta til- raunin til að ummynda í skáldskap tungutak og lífssýn sem hafa vaxið upp í Reykjavík eftirstríðsáranna með öllum hennar nýbyggingum, yfirvinnu og menningarlega hrærigraut. Vésteinn Ólason. AF MANNAVÖLDUM - TILBRIGÐI UM STEF Bókin Af mannavöldum eftir Alfrúnu Gunnlaugsdóttur kom út hjá Máli og menningu haustið 1982. I bókinni eru níu ónafngreindar smásögur, sem höf- undur kallar tilbrigði um stef. Höfund- urinn, Alfrún Gunnlaugsdóttir, er Reykvíkingur að uppruna. Hún stund- aði bókmenntanám við háskóla í Sviss og á Spáni og lauk doktorsprófi í mið- aldabókmenntum frá háskólanum í Barcelona. Hún er dósent í almennum bókmenntum við Háskóla Islands. I ritdómum dagblaðanna, þar sem alls staðar hefur verið farið lofsamlegum orðum um Af mannavöldum, hafa rit- dómarar velt því fyrir sér hvert það stef sé sem lagt er út af í tilbrigðunum níu. Þeir hafa m. a. bent á að það sé óttinn Umsagnir um bakur (I.J. í Tímanum 19/2 1983 og K. J. J. í Þjóðviljanum 28.-28. nóv 1982), að það sé flóttinn (G. A. í Helgarpóstinum 12/ 11 1982) eða mannleg átök (J. K. í Morg- unblaðinu 24/11 1982). Einn ritdómari gengur meira að segja svo langt að full- yrða að í sögunum geti „hver og einn lesandi fundið sitt stef allt eftir eigin hugarfari" (R. Á. í DV 17/11 1982). Nokkuð langt er það gengið að gefa hverjum og einum leyfi til að finna stef eftir eigin hugarfari. Hins vegar má með sanni segja að í Af mannavöldum sé fjallað um mannleg samskipti og að til- brigðin séu við hið gamalkunna þriggja- tóna stef þeirra, ofbeldi, ótta og flótta. Með einhverjum hætti hljómar þetta stef í öllum tilbrigðunum þótt tónar þess séu missterkir. Ofbeldi leiðir til ótta og ótti til flótta. I fyrsta tilbrigði (hér eftir verða þau merkt með rómversku tölunum I — IX, eins og í bókinni) segir frá mæðgum sem fluttar eru í sumarbústað utanbæjar til að vera utan hættusvæðis hernáms- áranna. Telpan er þar í fullkomnu ör- yggi, þar til einn góðan veðurdag að sprettur upp vopnaður maður í einkenn- isfötum og vill gera sér dátt við móð- urina. Ótti og varnarleysi móðurinnar færist svo yfir á telpuna, þótt hún sjái ekki aðra ástæðu en byssuna. Þær flýja, hlaupa frá sumarbústaðnum, troðast yfir gaddavírsgirðinguna og sleppa á náðir konu í nærliggjandi sumarbústað. I II segir frá þýskri stúlku sem hefur á barnsaldri horft á föður sinn verða ofbeldinu að bráð. Hann var lögreglu- þjónn í heimaþorpi sínu og átti að til- greina yfirvöldum orð nágrannanna. Til að forða prestinum þykist hann hafa sofnað í messu og ekki heyrt hvað hann sagði. Landar hans fangelsa hann fyrir. I stríðslok lendir hann í fangelsi á ný, — hjá bandamönnum, — og er pyndaður. 225
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.