Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 74
Tímarit Mdls og menningar Um trega sígaunans, hreinan einmana trega, trega fljótsins sem er hulið augum og tregann í fjarlægri dögun, eins og Lorca kvað. Innan úr húsunum, hellunum barst hið háttfasta hljómfall, og stundum voru langdregnir daprir söngvar við hlátur ferðamanna sem héldu allt væri gaman, og hlátur sígaunanna á móti að hlægja að ferðamanninum sem hélt þeir væru að hlæja með honum. Nú dimmdi með þeim snögga hætti sem verður í Suðurlöndum þar sem myrkrið fellur á eins og stuna eða þungt andvarp sem fyllir hjartað óþreyju mitt í hinum glaðasta leik, endurvekur í huganum eilífðarkennd hverfulleikans, svo hann heldur í slitrin, myndpartana heildmælska þó, laufblað fær sérgildi, glampi á steini, skuggi, fótatak, fjarlæg rödd í þögninni sem svífur eins og töfrateppi mitt úr heimsins glaumi að bera allt sem má ekki týnast beint til þín. Hið hvíta hafði gerjað og var áfengt, sítrónan gula var verðug þess að vera orðin það gull sem hún er í ljóðum Lorca. Þá dreif að börn sem hrópuðu: Manni gemmér aur fyrir karamell- um. Da me un gordocito para comprar caramelos. Þetta hafði ég aldrei heyrt fyrr. Oll önnur börn á Spáni báðu um peningapÆra comprar pan, til að kaupa brauð, því þau voru svöng. Ef þú gefur einu flýgur fiskisagan, og þá er kominn tugur barna eins og óvígur her væri úr barnakrossferðinni sögufrægu í sögubókarmar- tröð sem öll vildu fá að kaupa sér karamellur á þinn kostnað. Og ferðamaðurinn kostar sig að herða, svo ekki safnist hundruð horaðra barna með skelmisblik í sínum dökku töfrandi augum að heimta karamellur upp úr pyngjunni hans, eins og upp úr hatti sirkúsgaldra- manns. Og fylgdu eftir, lengi. Fækkaði þó smám saman, það var myrkur en máni dró fram fölt land eins og svið fyrir framliðna. Nema bara tveir litlir drengir sem vildu ekki gefast upp við að trufla andakt þess sem reynir að hugsa af öllum mætti um Lorca og kalla hann aftur í þennan heim skáldskapar, særa ljóðminni fram í hugann, skynja helgi staðar og tilefnis, — meðan drengirnir léku nautabana sem gerðu með dulu sinni manoletinas eða egningar fyrir vígnaut í stíl hins ódauð- lega harmtigna Manolete frá Cordova, og höfðu snúðugan pílagrím fyrir hið einsýna naut. Loks stóð ég einn á þessum helga stað þar sem skáldið féll; og lifir þó alla böðla. Eg var kominn frá Islandi og minntist Lorca á þeim 192
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.