Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 44
Tímarit Máls og menningar The American-Scandinavian Bulletin segir í nóvemberheftinu 1982: Mr. Magnússon’s translations are expertly and sensitively done and reveal a feeling for the sound values, rhythms, and cadences in the two languages. I þessu sambandi sakar ekki að láta þess getið að The Postwar Poetry of Iceland er stærsta safn ljóða frá einstakri norrænni þjóð sem enn hefur komið út á ensku, svo varla hitta ummæli Helgu Kress þýðingar mínar fyrir. Þær eru komnar út í Ameríku. Að því er varðar frágang á Icelandic Writing Today, sem Helga Kress telur mjög ábótavant, langar mig til að geta þess að norska ljóðskáldið Paal-Helge Haugen, sem á sæti í Listaráði Noregs, tjáði mér á liðnu hausti að Listaráðið hefði sótt um opinberan styrk til kynningar á norskum bókmenntum erlendis og sent með umsókninni aðeins eitt fylgiskjal, semsé ritið Icelandic Writing Today, sem væri til fyrirmyndar um slíka kynningu. Danska skáldið Poul Borum, sem kunnur er fyrir kynningu danskra bókmennta í enskumælandi löndum, tjáði mér í Kaupmannahöfn í vetur, að Icelandic Writing Today væri snöggtum betra og aðgengilegra kynningarrit en samskonar rit sem Danir gáfu sérstaklega út fyrir „Scandinavia Today", DENMARKINGS — Danish Literature Today, 20 síðna rit í dagblaðsbroti, prentað á þunnan hvítan pappír. Það var gefið út af „The Danish Government Committee for Cultural Relat- ions“, þ. e. stjórnskipaðri nefnd sem annast erlend menningarsamskipti, en ritstjóri var hinn kunni bókmenntafræðingur og gagnrýnandi Torben Broström. I því riti birtust tvö ljóð eftir Poul Borum ásamt þriggja dálka mynd, svo varla hefur verið til að dreifa persónulegum sárindum af hans hálfu, einsog stundum vill verða. Eg skal ekki lengja þennan pistil með hástemmdum þakkarbréfum frá höfundum víðsvegar um heim, í Japan, Indlandi, Botswana, Nýja Sjálandi, Astralíu, Kanada, Kýpur, Grikklandi, Póllandi, Finnlandi, Þýskalandi og víðar, en þær viðtökur eru alténd örlítill vottur um að verkið hafi ekki verið unnið fyrir gýg, þó Helga Kress kjósi af einhverj- um ástæðum að leika gýgjarhlutverkið. Og skal nú vikið nánar að einstökum aðfinnslum. Helga Kress gagnrýnir harðlega inngangsgrein mína um bókmenntir eftir seinna stríð, sem skilmerkilega er tekið fram að hafi birst í öðru riti. Ég kaus að birta hana aftur til að gefa lesendum ritsins ofurlitla 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.