Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 21
Aubur Styrkársdóttir: Hvernig skapast stéttarvitund ? Sósíalistar hafa alla tíð horft á þjóðfélagið gegnum afar mismunandi gleraugu. I herbúðum þeirra er varla eining um nokkurn skapaðan hlut og myndi æra óstöðugan að rekja þau ósköp hér. I þessu greinarkorni ætla ég aðeins að benda á mismunandi hugmyndir þeirra um hlutverk verkalýðsfé- laga og hlutverk Flokksins. Því er ýmist haldið fram af þeirra hálfu, að framvinda sögunnar sé í höndum verkalýðsins og samtaka hans, eða í höndum Flokksins. Þessi ágreiningur hefur vitaskuld einnig birst meðal hérlendra sósíalista. I stefnuskrá Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista- flokksins frá árinu 1938 segir: Stéttarsamtök verkalýðsins eru undirstaða frelsisbaráttu hans. Með þeim styrkir stéttin og færir út vald sitt og undirbýr það, að alþýðan taki völdin til fulls. Berum þetta saman við eftirfarandi úr ritinu Leið íslands til sósíalisma, sem Sósíalistaflokkurinn gaf út árið 1964: Ffann [þ. e. flokkurinn] þarf að koma sér upp fjölmennu, velþjálfuðu og traustu mannvali, sem fært er um að taka forystuna á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins; í hagsmunabaráttu verkalýðsins, í stjórnmálum og menningarmálum. Hann þarf að byggja upp fræðslukerfi, er nær til alls þorra alþýðunnar hagsmunalega og menningarlega. (Leið Islands til sósíalismans, 1964:58) Hér koma skýrt fram tvö mismunandi viðhorf til þess hverjir ráði þjóðfélagsþróuninni og við hvaða aðstæður byltingarvitund skapast. í fyrra tilvikinu er bent á stéttarsamtök verkalýðsins, verkalýðsfélögin, en í hinu síðara á Flokkinn. Báðir aðilar kenna sig við Karl Marx og telja sig vinna í hans anda, svo ólíkar sem skoðanir þeirra eru. Einfaldast væri að ætla, að annar hvor aðilinn fari með rangt mál — eða má annað vera þegar ýmist samtökum verkalýðsins eða Flokknum er fært í hendur lykilhlutverk þróunarinnar — sjálft hreyfiafl sögunnar? 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.