Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 21
Aubur Styrkársdóttir:
Hvernig skapast stéttarvitund ?
Sósíalistar hafa alla tíð horft á þjóðfélagið gegnum afar mismunandi
gleraugu. I herbúðum þeirra er varla eining um nokkurn skapaðan hlut og
myndi æra óstöðugan að rekja þau ósköp hér. I þessu greinarkorni ætla ég
aðeins að benda á mismunandi hugmyndir þeirra um hlutverk verkalýðsfé-
laga og hlutverk Flokksins. Því er ýmist haldið fram af þeirra hálfu, að
framvinda sögunnar sé í höndum verkalýðsins og samtaka hans, eða í
höndum Flokksins. Þessi ágreiningur hefur vitaskuld einnig birst meðal
hérlendra sósíalista. I stefnuskrá Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins frá árinu 1938 segir:
Stéttarsamtök verkalýðsins eru undirstaða frelsisbaráttu hans. Með
þeim styrkir stéttin og færir út vald sitt og undirbýr það, að alþýðan
taki völdin til fulls.
Berum þetta saman við eftirfarandi úr ritinu Leið íslands til sósíalisma,
sem Sósíalistaflokkurinn gaf út árið 1964:
Ffann [þ. e. flokkurinn] þarf að koma sér upp fjölmennu, velþjálfuðu
og traustu mannvali, sem fært er um að taka forystuna á hinum ýmsu
sviðum þjóðlífsins; í hagsmunabaráttu verkalýðsins, í stjórnmálum og
menningarmálum. Hann þarf að byggja upp fræðslukerfi, er nær til
alls þorra alþýðunnar hagsmunalega og menningarlega.
(Leið Islands til sósíalismans, 1964:58)
Hér koma skýrt fram tvö mismunandi viðhorf til þess hverjir ráði
þjóðfélagsþróuninni og við hvaða aðstæður byltingarvitund skapast. í fyrra
tilvikinu er bent á stéttarsamtök verkalýðsins, verkalýðsfélögin, en í hinu
síðara á Flokkinn.
Báðir aðilar kenna sig við Karl Marx og telja sig vinna í hans anda, svo
ólíkar sem skoðanir þeirra eru. Einfaldast væri að ætla, að annar hvor
aðilinn fari með rangt mál — eða má annað vera þegar ýmist samtökum
verkalýðsins eða Flokknum er fært í hendur lykilhlutverk þróunarinnar —
sjálft hreyfiafl sögunnar?
139