Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
manna. Nú á dögum birtist það m.a. í svokölluðu „aðhaldi jafningja“ (peer
review9)) en með því er átt við að störf og niðurstöður vísindamannsins eru
háð stöðugri gagnrýni og aðhaldi þeirra sem starfa á sama sviði um gervallan
heim ef því er að skipta. Eg hef hins vegar lúmskan grun um að margir geri
sér ekki fulla grein fyrir því hvað þetta atriði merkir ef því er haldið
einarðlega til streitu eins og ég hneigist til sjálfur. Ég hef þá í huga ýmsa
starfsemi sem kann að líkjast vísindum að öllu öðru leyti en því að hún fer
fram meb leynd, til dæmis rannsóknir á vegum hervelda eða stórfyrirtækja
nútímans. Slík starfsemi er þá í rauninni ekki vísindi og er eins gott að menn
horfist í augu við það.
Jákvœð gagnrýni
í bókum er oft og tíðum sagt þannig frá hugmyndum Míletos-manna og
annarra spekinga fyrir daga Sókratesar, að þær kunna að virðast frumstæð-
ar, barnalegar og samhengislausar, eins og enginn þessara manna hafi vitað
af öðrum. Ef grannt er lesið má hins vegar sjá í þessum hugmyndum
ákveðna framvindu í átt til þess sem við teljum réttast nú á dögum. Þetta á
t.d. við um heimsmynd þeirra, hugmyndir um lögun jarðar og eðli, um gang
himintungla, um myrkva á tungli og sól og jafnvel um fyrirbæri eins og
árleg flóð Nílar sem höfðu áður verið mönnum mikil ráðgáta: I öllum
þessum efnum þróuðust hugmyndir Míletos-manna frá einföldum ímynd-
um steinaldarmannsins, til að mynda um flata jörð, drjúgan spöl í átt til
okkar hugmynda til dæmis um hnattlögun jarðar.
Þótt þessi þróun hafi verið bæði hlykkjótt og skrykkjótt er ljóst af henni
að hver fræðimaður um sig hefur þekkt flestar marktækar hugmyndir fyrir-
rennara sinna og gagnrýnt þær á jákvæðan hátt með því að setja aðrar betri í
staðinn. Þessi aðferð jákvœðrar gagnrýni er einmitt snar þáttur í aðferðum
og hugmyndafræði vísinda á síðari tímum. Þannig ber vísindamanni ævin-
lega að taka viðeigandi tillit til fyrri rannsókna á sínu sviði og hafa
miskunnarlaust það sem sannara reynist, þó þannig að nýjar hugmyndir og
kenningar gangi í gegnum þann hreinsunareld sem efni standa til hverju
sinni. Það þykir yfirleitt ekki góð latína í vísindum að hamra á svokallaðri
„neikvæðri gagnrýni", þ.e. gagnrýni sem rífur niður byggingar sem hafa
reynst nýtilegar, án þess að neitt annað sé boðið fram í staðinn.
Skynsemistrúin
Margir höfundar benda á það einkenni Míletos-manna, til að mynda í
samanburði við fyrirrennara þeirra í Egyptalandi og Mesópótamíu, að þeir
178