Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 104
Tímarit Máls og menningar fyrstu lítur út fyrir að refsingin verði svo voðaleg sem hugsast getur, hann á ekki að fá að koma í afmælisveislu Óla. Og þjófnaður hefur líka í för með sér refsingu. Þannig rekst eftirsóknin eftir vellíðun á raunveruleikann og verður framsýnni: Jóhann er að byrja að breytast í heilbrigðan þjóðfélagsþegn sem hefur hámarksvellíðun sjálfs sín að langtímamarkmiði og mun smám saman læra að leggja bönd á hvatir sínar í þjón- ustu þessa markmiðs. Hann gæti þannig átt eftir að verða eftirlætisdæmi hagfræð- inga og stjórnmálafræðinga. En í sögunni gerist atburður sem kann að valda truflunum á þessari þróun. Garðar félagi Jóa hrapar í hringstiganum og deyr. Frá sjónarmiði hinna fullorðnu væri út í hött að refsa Jóa fyrir þetta. Það eru þeir fullorðnu sem eiga að passa að lítil börn fari sér ekki að voða í fokheld- um nýbyggingum. Samt var Jói að brjóta af sér þegar hann fór inn í ný- bygginguna til að reykja, skoða tippi og fara upp hringstigann. Og hann hafði sérstaklega verið beðinn að gæta Garð- ars. Dauði vinarins þröngvar honum til að skynja sekt sína án tillits til refsingar sem kemur niður á honum sjálfum. Það er óhjákvæmilegt að hann spyrji: er ég sekur? á ég að gæta bróður míns? Ur þessum siðferðilega eða tilvistar- lega vanda er ekki unnið í sögunni, en lesandinn fær á tilfinninguna að atvikin séu mikilvægur áfangi í persónuleika- mótun og félagsmótun Jóhanns. Vissu- lega er hugsanlegt að sektarkenndin setj- ist að í vitund hans, geri hann þrælslund- aðan, sem mjúkan leir í höndum þeirra afla sem ráða þjóðfélaginu. En hitt er líka til í dæminu að atburðir sögunnar eigi eftir að vekja hjá Jóa þá siðgæðisvit- und sem segir að maður eigi að gæta bróður síns. Það er einmitt sá möguleiki, þótt ekki væri meira, sem gerir söguna þess verða að hún sé sögð. Dauði Garðars hefur víðari skír- skotun en blasir við í fyrstu. I samtali um Riddara hringstigans, sem ég var viðstaddur, kom upp sú spurning hvort ekki hefði verið áhrifameira að það hefði verið Óli, besti vinurinn, sem dó. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að Einar Már hafi með lýsingu Garðars og stöðu hans meðal drengjanna vakið hófstillta en þó ótvíræða skírskotun til hinnar kristnu goðsagnar og annarra skyldra: Garðar sker sig með ýmsum hætti úr hópi strákanna: hann er frá annars konar heimili, hann er öðruvísi klipptur, og síðast en ekki síst, hann er saklausari en hinir. Uppruna Garðars í annarri stétt mætti sem best tengja við guðlegan uppruna Krists, án þess að ég vilji leggja nokkra áherslu á þá hliðstæðu, og sak- leysið á hann sameiginlegt með Kristi og raunar fjölmörgum Kristsgervingum rita sem yngri eru en Nýja testamentið; sem dæmi mætti nefna Myskín fursta í Fávit- anum, Hedvig í Villiöndinni, eða jafnvel Ólaf Kárason. Þótt við lítum þannig á Garðar og dauða hans í ljósi goðsagnar eða erki- dæmis, er ekki víst að það geri Jóhanni Péturssyni neitt auðveldara að svara samviskuspurningunum sem áður voru orðaðar, en það gefur þeim aukna dýpt, sögunni nýjar víddir. Ekki þarf neina sérstaka hugkvæmni til að láta sér detta í hug að leita bók- menntalegra eða goðsögulegra vídda í sögunni. I henni er aragrúi opinskárra eða lítt dulinna vísana til annarra skáldverka. Heitið, Riddarar hringstig- ans, er augljós vísun í Riddara hring- borðsins, riddara Artúrs konungs, sem lesandinn kann að þekkja úr riddara- sögum og Jói og félagar hans þekkja 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.