Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 52
Tímarit Máls og menningar lega tóma mengið eins og það heitir í stærðfræði síðari tíma, og lengd textans gæti þá orðið eftir því. Til að henda reiður á þessu varð mér fyrst fyrir að leita fanga í stórum enskum orðabókum, enda er íslenska orðið hugmyndafræði tiltölulega bein þýðing á alþjóðaorðinu ideology. I sem stystu máli voru útlistanir þessara orðabóka á þá leið að hugmyndafræði einhvers hóps eða menningar- samfélags væri sá hugsunarháttur, kenningakerfi, goðsagnir eða tákn sem einkenndu hópinn eða tilheyrðu honum. Einnig var í þessu samhengi talað um starfsgreinar, stofnanir og félagshreyfingar, sem og um félagspólitíska stefnuskrá.51 Þeir menn eru enn til sem munu tauta með sjálfum sér undir þessum lestri að vísindi séu hvorki hópur né menningarsamfélag (culture), starfsgrein né stofnun, og þaðan af síður félagshreyfing sem eigi sér félagspólitíska stefnuskrá (socipolitical program). Og það er einmitt vegna slíkra sjónar- miða sem „hugmyndafræði vísindanna” hefði til skamms tíma í hæsta lagi verið talin verðugt verkefni fyrir sérvitra málrófsmenn á málþingum heimspekinga. En nú eru aðrir tímar og því er þetta umræðuefni nú talið gott og gilt, a.m.k. í hliðarsölum vísindanna. Margir munu t.d. ekki telja það verri latínu en hvað annað að skilgreina vísindi út frá þeim hópi sem leggi stund á þau, eða að líta á þau sem þjóðfélagsstofnun í skilningi félagsfræðinnar. Og ýmsir munu vilja fallast á að vísindi nútímans séu í reynd félagshreyfing sem eigi sér yfirlýsta eða dulda félagspólitíska stefnuskrá sem kunni jafnvel að orka tvímælis á köflum. I ljósi þessara nýju viðhorfa kýs ég að skilja viðfangsefnið svo að átt sé við þann grundvallarþankagang sem einkenni vísindin í samfélaginu, og þá ýmist vísindi nútímans eða fyrri tíma, vísindin í heild eða einstakar greinar, eftir því hvar við erum stödd í umræðunni hverju sinni. Hvað veldur? En hvað veldur þeirri hugarfarsbreytingu sem lýsir sér m.a. í því að menn vilja nú tala fullum fetum um hugmyndafræði vísinda, þótt það sé að vísu ekki alveg kinnroðalaust? Og hvernig birtast þessi hughvörf að öðru leyti? Við skulum staldra aðeins við þessar spurningar áður en lengra er haldið. Hnyttilegasta lýsingin sem mér er kunnugt um á þessari breytingu hugarfarsins er sú að vísindin hafi öðlast sjálfsvitund. Við könnumst við það úr þróunarsögu mannsins hvílíkur áfangi það var þegar hann öðlaðist vitund um sjálfan sig sem einstakling og tegund í víxlverkun (interaction) við umhverfi sitt; hann ætti sér ákveðna fortíð sem við köllum sögu, og einnig 170
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.