Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 73
I Granada var glapurinn framinn
með angan blóms og aldina inn í sálina til að vaxa þar. Og var að
hugsa um Federico García Lorca sem fasistar myrtu í Granada.
E1 crimen fué a Granada, í Granada var glæpurinn framinn, — svo
nefnist minningarljóð sem hið aldna skáld Antonio Machado orti
eftir vin sinn og skáldbróður fallinn fyrir hendi fasistanna. Machado
dó sjálfur tveim árum síðar í Pýrineafjöllum á flótta undan sigri
hrósandi fólskunni í þessu ógæfusama landi; þar sem hugprýði og
örlæti andans manna og alþýðu dugði ekki til að hefta framsókn
þeirra sem smánuðu lífið og virtu ekki dauðann, blindir og hjarð-
villtir.
Eg gekk gegnum sígaunabyggðina Albaicin, framhjá undarlegum
húsum þeirra eða hellum sem eru grafnir inn í gljúpt bergið í hlíðinni,
með hvítleskjaða framhlið, og inni eru allir veggir hvítir, og á
veggjunum glóa rauðleitir koparmunir pottar og könnur og keröld
sem þar hanga, og þar sviftast marglit skæru pilsin síðu í dansi með
lófaskellum sem fylgja kastanjettum eða fingurgjöllum að meitla
hrynjandi með hælastappinu, og er nú helgað pyngju ferðamannsins,
iðulega leikgleðin blandin heimsreyndri slægvizku. I þessum lágu
skjannahvítu hellishvelfingum þar sem skuggarnir eltast um gólf og
veggi við bjarma frá mörgum kolum úr koparnum rauða, hrökkva
undan hrópum sem hvetja sönginn og sveifur dansenda og stapp, líkt
og logi augun svört, leiftri blik, svikul þrá blossi. Og barnungar
blómarósir gerast fullorðnar drósir í táli, stoltlegar á hálum brautum
hjá hinu tímalausa drama sem býr í sannleik flamenkódansins, í sáí
hans, — sem er ekki hér. En í kring sitja digrar matrónur og klappa
hljóðfallið, unz líkt og fuðri upp minning í hjarta, og þær varpa sér í
þyril dansins líka. Fíægt hægt fyrst, eins og gömul gufulest takist af
stað, með áhrifsvaldi úr tíma sem er liðinn og varla raunverulegur.
Ferðugar nornir með vald frá öld hindurvitna sigla dansandi með
fjaðrandi mjúkum umfangsmiklum holdum. En hrafntinna í ungu
auga kann að rista í gegnum vef þann óvænt og pikka í hjartað hins
saklausa heimalnings úr svölu norðri sem tálfúst ásælist falan draum,
að flytja heim sem dofnandi ilm í luktum buðki.
Eg gekk gegnum þessa byggð, og hugsaði um skáldið myrta sem
sagði heiminum frá þrá og stolti sígauna sem hann gerði að tákni hins
einmana manns sem býr með dulinn harm í sínu hjarta í miðju
glaums.
191