Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 89
Samruni garðanna
mynd af öðrum líkama sem nauðsynlegt var að tortíma. Engu var
gleymt, hvorki fjarvistarsönnunum, áhættum, né hugsanlegum mis-
tökum. Frá þessari stundu var hvert augnablik skipulagt í minnstu
smáatriðum. Ekkert rauf þessa miskunnarlausu æfingu nema ef vera
skyldi þegar hönd var strokið um vanga. Það leið að kvöldi.
Þau horfðust ekki lengur í augu, svo upptekin voru þau af
verkefninu sem beið þeirra, og úti fyrir kofanum skildi leiðir. Hún
átti að fara eftir stígnum í norður. A stígnum sem lá í hina áttina sneri
hann sér við eitt andartak og sá hvar hún hljóp með slegið hár. Hann
hljóp líka og lét tré og limgerði skýla sér þartil hann sá í fjólubláu
kvöldmistri trjágöngin heim að húsinu. Hundarnir áttu ekki að gelta,
og þeir geltu ekki. Ráðsmaðurinn átti ekki að vera við á þessum tíma,
og það var hann heldur ekki. Hann gekk þrjú þrep upp á veröndina
og þaðan inn í húsið. Blóðið hamaðist fyrir hlustum hans og hann
heyrði aftur orð konunnar: fyrst er blá stofa, síðan gangur, teppa-
lagður stigi. Uppi tvennar dyr. Enginn í fremsta herberginu, enginn í
því næsta. Innum dyrnar og síðan rýtingurinn í hendinni, ljósið
innum gluggana, hátt stólbak klætt grænu flaueli, höfuð mannsins
sem sat í stól og las skáldsögu.
Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi.
207