Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 77
I Granada var glapurinn framinn
Og þegar kemur blóð hans syngjandi,
syngjandi yfir mýrar og engi
skreppur af hrollköldum hornum,
skjögrar sálarlaust í gegnum þokuna,
hrasar um þúsund hófa
eins og stór dimmleit dapurleg tunga
til að safnast í stöðupoll af kvöl
rétt hjá Guadalquivirelfu stjarnanna.
O hvítu veggir Spánar!
O blakka naut harmsins!
O ramma blóð Ignacio!
O næturgalinn í æðum hans!
Nei.
Eg vil ekki sjá það!
Það er enginn kaleikur sem gæti rúmað það,
Það eru engar svölur sem gætu drukkið það,
ekkert hrímfrost ljóss til að kæla það,
það er enginn söngur né flaumur af liljum,
það er enginn kristall sem megnar að þekja það silfri.
Nei.
Eg vil ekki sjá það!!
Þannig heldur skáldið áfram seiðþulu sinni, en hann getur ekki
sært þessa minningu frá hugarsjónum sínum. Hann sér að dauðinn
hefur breitt yfir andlitið á vini hans brennisteinsfölva og fært á hann
höfuð af dimmum mínótár eða dökku goðnauti. Hann vill ekki að
vasaklútur sé breiddur yfir andlitið náins svo vinur hans venjist
dauðanum sem hann ber í sér. Far vel Ignacio, hvíslar hann, eða segir
lágt: hirtu ekki um heitan dyninn. Sofðu, fljúgðu, hvíldu rótt:
‘Tambien se muere el mar! Hafið deyr líka. Jafnvel hafið deyr.
Hvorki þekkir þig nautið né fíkjutréð framar
né hestarnir, né maurarnir í húsi þínu.
Hvorki barnið né kvöldið þekkja þig
því þú ert að eilífu dáinn.
195