Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 41
Sigurdur A. Magnússon:
Helga Kress og kynning
bókmennta erlendis
Allt orkar tvímælis þá er gert er, segir í Njálu. Þau spaklegu orð svifu
yfir vötnunum þegar ég réðst á liðnu sumri í það vafasama tiltæki að
setja saman kynningarrit á ensku um íslenskar nútímabókmenntir með
góðri hjálp Kristjönu Gunnars, sem var aðstoðarritstjóri, og nokkurra
enskumælandi manna hérlendis sem hlupu undir bagga á síðustu stund.
Mér var frá öndverðu ljóst að aldrei mundi mér auðnast að gera öllum til
hæfis og sömuleiðis þóttist ég vita að ýmis missmíði kynnu að verða á
slíku verki og hugsanlega einhverjar villur eða rangþýðingar, en hitt taldi
ég samt miklum mun mikilvægara að koma á prent textum sem erlendir
bókmenntamenn tækju mark á, enda hefur sú orðið raunin í miklu
ríkara mæli en ég þorði að gera mér vonir um á bjartsýnustu stundum.
Hlýt ég því að taka aðfinnslum og áfellisdómum Helgu Kress í síðasta
hefti TMM með nokkru jafnaðargeði, þó vitanlega þyki mér sárt og
jafnvel furðulegt að hún skuli hvergi sjá ljósan punkt í þessu fífldjarfa
tiltæki.
Kynningarritið sem um ræðir nefnist Icelandic Writing Today og er
68 blaðsíður í vikuritabroti. Það hefur að geyma ljóð, smásögur og
skáldsögukafla eftir 33 samtímahöfunda (einn reyndar látinn fyrir 10
árum), ásamt stuttum æviágripum þeirra allra og myndum af þeim
flestum. í ritinu er ennfremur stutt yfirlitsgrein yfir íslenskar bók-
menntir eftir seinni heimsstyrjöld, sem upphaflega var samin fyrir World
Literature Today og birtist þar í fyrra. Þá eru í ritinu þrjú viðtöl sem dr.
Evelyn S. Firchow átti við Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur og
undirritaðan. Er þá allt upp talið nema fimm grafíkmyndir eftir íslensku
listamennina sem áttu myndir á grafíksýningum norrænu menning-
arkynningarinnar í Bandaríkjunum, „Scandinavia Today". Reyndar var
ritið beinlínis sett saman í tilefni þeirrar umfangsmiklu kynningar,
einsog fram kemur í grein Helgu, og hlaut ég til þess styrk frá
159