Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 41
Sigurdur A. Magnússon: Helga Kress og kynning bókmennta erlendis Allt orkar tvímælis þá er gert er, segir í Njálu. Þau spaklegu orð svifu yfir vötnunum þegar ég réðst á liðnu sumri í það vafasama tiltæki að setja saman kynningarrit á ensku um íslenskar nútímabókmenntir með góðri hjálp Kristjönu Gunnars, sem var aðstoðarritstjóri, og nokkurra enskumælandi manna hérlendis sem hlupu undir bagga á síðustu stund. Mér var frá öndverðu ljóst að aldrei mundi mér auðnast að gera öllum til hæfis og sömuleiðis þóttist ég vita að ýmis missmíði kynnu að verða á slíku verki og hugsanlega einhverjar villur eða rangþýðingar, en hitt taldi ég samt miklum mun mikilvægara að koma á prent textum sem erlendir bókmenntamenn tækju mark á, enda hefur sú orðið raunin í miklu ríkara mæli en ég þorði að gera mér vonir um á bjartsýnustu stundum. Hlýt ég því að taka aðfinnslum og áfellisdómum Helgu Kress í síðasta hefti TMM með nokkru jafnaðargeði, þó vitanlega þyki mér sárt og jafnvel furðulegt að hún skuli hvergi sjá ljósan punkt í þessu fífldjarfa tiltæki. Kynningarritið sem um ræðir nefnist Icelandic Writing Today og er 68 blaðsíður í vikuritabroti. Það hefur að geyma ljóð, smásögur og skáldsögukafla eftir 33 samtímahöfunda (einn reyndar látinn fyrir 10 árum), ásamt stuttum æviágripum þeirra allra og myndum af þeim flestum. í ritinu er ennfremur stutt yfirlitsgrein yfir íslenskar bók- menntir eftir seinni heimsstyrjöld, sem upphaflega var samin fyrir World Literature Today og birtist þar í fyrra. Þá eru í ritinu þrjú viðtöl sem dr. Evelyn S. Firchow átti við Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur og undirritaðan. Er þá allt upp talið nema fimm grafíkmyndir eftir íslensku listamennina sem áttu myndir á grafíksýningum norrænu menning- arkynningarinnar í Bandaríkjunum, „Scandinavia Today". Reyndar var ritið beinlínis sett saman í tilefni þeirrar umfangsmiklu kynningar, einsog fram kemur í grein Helgu, og hlaut ég til þess styrk frá 159
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.