Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 93
Tvö rit um bókmenntasamanburð
og textafræðinnar er að hann leitar að sérstökum upplýsingum eftir þeirri
grundvallarforsendu að allir hlutir séu smíðaðir af nokkru efni og leggur
mat á niðurstöðurnar eða eins og hann segir:
Tekið skal fram að þótt hér sé að nokkru leyti lagt mat á gildi
„sagnfestu" skáldverksins og frávika frá henni, bæði hvað snertir
einstakar persónur og atburðarás, þá er hér alls ekki um að ræða
túlkun á verkinu í heild heldur aðeins einstökum þáttum þess. (bls.
12)
Við heimildakönnun sem þessa skiptir mestu bókmenntaþekking,
fundvísi og skarpskyggni kannandans. Ekki verður annað sagt en Eiríkur sé
vel lesinn og hafi leitað fanga víða við rannsóknina á heimildum Halldórs
við samningu Islandsklukkunnar.
Nú er Islandsklukkan söguleg skáldsaga sem á að gerast á síðari hluta 16.
aldar og fyrri hluta þeirrar 17. Kemst Eiríkur að þeirri niðurstöðu að
Halldór hafi ekki aðeins kannað sagnfræði sögutímans rækilega heldur
einnig bókmenntir frá því skeiði. Sæki hann þangað efnisatriði og fyrir-
myndir. Auk þess bendir Eiríkur á að Halldór hafi leitað fanga í klassískum
ritum fornaldar, íslenskum fornsögum, munnmælasögnum, verkum frá
síðari tímum, samtímaverkum — jafnvel sínum eigin, og auk þess í myndlist.
Ef athugað er hvers konar hliðstæður Eiríkur Jónsson finnur með Is-
landsklukkunni og öðrum verkum kemur í ljós að um er að ræða: 1)
orðalagslíkingar; 2) sömu sagnaminni; 3) hliðstæður í persónulýsingum; 4)
atburðalíkingar og beinar endurtekningar frásagna af atburðum; 5) lýsingar
á einstökum aðstæðum (eins og veislum), húsakynnum, hlutum o. fl.; 6)
líkingar með lýsingum Halldórs af því sem hefur borið fyrir hann sjálfan og
sögunni.
Þessum hliðstæðum eða líkingum má á annan hátt skipta í þrennt eftir því
hversu miklar þær eru og vel rökstuddar af hendi Eiríks: 1) beinar líkingar;
2) almenn vitneskja og sértæk um sögutímann og atburði án beinna endur-
tekninga og 3) óvissar eða illa rökstuddar líkingar.
En satt best að segja er það einn höfuðókostur þessarar samanburðarrann-
sóknar Eiríks Jónssonar eins og marga slíkra rannsóknarverka að hann
seilist oft of langt til að finna tengsl svo að úr verður eltingaleikur við
smáatriði eða illa rökstuddar fullyrðingar. Skal aðeins bent á nokkur dæmi
um þetta.
í 16. kafla Klukkunnar ræðast þeir við Jón Hreggviðsson og Jón Guð-
mundsson úr Grindavík. Jón Hreggviðsson segir:
211