Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 93
Tvö rit um bókmenntasamanburð og textafræðinnar er að hann leitar að sérstökum upplýsingum eftir þeirri grundvallarforsendu að allir hlutir séu smíðaðir af nokkru efni og leggur mat á niðurstöðurnar eða eins og hann segir: Tekið skal fram að þótt hér sé að nokkru leyti lagt mat á gildi „sagnfestu" skáldverksins og frávika frá henni, bæði hvað snertir einstakar persónur og atburðarás, þá er hér alls ekki um að ræða túlkun á verkinu í heild heldur aðeins einstökum þáttum þess. (bls. 12) Við heimildakönnun sem þessa skiptir mestu bókmenntaþekking, fundvísi og skarpskyggni kannandans. Ekki verður annað sagt en Eiríkur sé vel lesinn og hafi leitað fanga víða við rannsóknina á heimildum Halldórs við samningu Islandsklukkunnar. Nú er Islandsklukkan söguleg skáldsaga sem á að gerast á síðari hluta 16. aldar og fyrri hluta þeirrar 17. Kemst Eiríkur að þeirri niðurstöðu að Halldór hafi ekki aðeins kannað sagnfræði sögutímans rækilega heldur einnig bókmenntir frá því skeiði. Sæki hann þangað efnisatriði og fyrir- myndir. Auk þess bendir Eiríkur á að Halldór hafi leitað fanga í klassískum ritum fornaldar, íslenskum fornsögum, munnmælasögnum, verkum frá síðari tímum, samtímaverkum — jafnvel sínum eigin, og auk þess í myndlist. Ef athugað er hvers konar hliðstæður Eiríkur Jónsson finnur með Is- landsklukkunni og öðrum verkum kemur í ljós að um er að ræða: 1) orðalagslíkingar; 2) sömu sagnaminni; 3) hliðstæður í persónulýsingum; 4) atburðalíkingar og beinar endurtekningar frásagna af atburðum; 5) lýsingar á einstökum aðstæðum (eins og veislum), húsakynnum, hlutum o. fl.; 6) líkingar með lýsingum Halldórs af því sem hefur borið fyrir hann sjálfan og sögunni. Þessum hliðstæðum eða líkingum má á annan hátt skipta í þrennt eftir því hversu miklar þær eru og vel rökstuddar af hendi Eiríks: 1) beinar líkingar; 2) almenn vitneskja og sértæk um sögutímann og atburði án beinna endur- tekninga og 3) óvissar eða illa rökstuddar líkingar. En satt best að segja er það einn höfuðókostur þessarar samanburðarrann- sóknar Eiríks Jónssonar eins og marga slíkra rannsóknarverka að hann seilist oft of langt til að finna tengsl svo að úr verður eltingaleikur við smáatriði eða illa rökstuddar fullyrðingar. Skal aðeins bent á nokkur dæmi um þetta. í 16. kafla Klukkunnar ræðast þeir við Jón Hreggviðsson og Jón Guð- mundsson úr Grindavík. Jón Hreggviðsson segir: 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.