Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 108
Tímarit Máls og menningar
Hann kemur heim, bugaður maður, og
dag einn finnur stúlkan hann hengdan í
hlöðunni. Hún leitar burt í annað land,
reynir að flýja vofu föður síns. Drengur-
inn í III horfir upp á ömmu sína deyja.
Hann er karlmaður, má ekki gráta þótt
hann sé barn í hörðum heimi. Hann
hleypur burt frá spítalanum eins og fæt-
urnir geta borið hann, flýr. I IV og V er
það ofbeldi einræðisins sem bannar mál-
og samtakafrelsi. Stúlkan í IV óttast
kylfur og barsmíð og hleypur, faðirinn í
V óttast að afskipti sonarins af ólög-
legum samtökum kalli ógæfu yfir fjöl-
skylduna. Það verður til þess að hann
rifjar upp sín eigin afskipti af leynisam-
tökum fyrir löngu. Óttans vegna valdi
hann þá að vera þægur, hlutlaus og
þögull.
I VI er fjallað um mismunandi ofbeldi
karla gegn konum. Lítil stúlka gengur í
hús með ömmu sinni, sem vinnur fyrir
þeim með því að aðstoða við heimilis-
störf. Litla stúlkan sér og heyrir. I einu
húsinu er kona sem eiginmaðurinn slær
ef hann stendur hana að þvi að fá sér
sígarettu. Konan flýr frá raunveruleikan-
um og verður geðveik. I öðru húsi er
kona sem er gift efnuðum umsvifa-
manni. Hún sjálf er ekkert. Óhamingju
sína flýr hún með því að drekka, og
þegar það dugir ekki lengur reynir hún
að fremja sjálfsmorð. I VII segir frá
ungum námsmanni frá Túnis. Ríkið
veitir honum styrk til að stunda læknis-
nám í París, en hann verður í staðinn að
þjóna sem herlæknir um árabil að námi
loknu. Þegar almennu læknisfræðinámi
er lokið sækir hann um frest frá her-
læknisþjónustunni til að ljúka sérnámi.
Honum er synjað og hann flýr land.
Hann sker upp fólk á þekktu sjúkrahúsi
í Sviss en fær ekki að snúa heim, hann er
liðhlaupi og yrði dæmdur sem slíkur. I
VIII er það nánast ofbeldi siða og hefðar
sem bitnar á einstæðri konu sem á von á
barni. Hún velur að tilnefna engan föður
að barninu en kenna það við sig þess í
stað. IIX segir frá örlögum fólks sem er
ungt og fullt fagurra áforma við nám í
Sviss. Það hittist oft á heimili Rakelar
sem er Gyðingur frá Póllandi. Vladek og
Pálína eru frá Brasilíu, sögumaðurinn,
ung stúlka, er frá hinu hættulausa
heimshorni í norðri. Pálína fellur í
skothríð lögreglu skömmu eftir heim-
komu, Vladek kemst seinna til Alsír
bæklaður eftir pyntingar, en hann fær
hvergi landvist í Evrópu. Ofbeldið bug-
ar Rakel, hún flýr, sviptir sig lífi.
Á undanfarandi hátt má í stuttu máli
greina tengistef sagnanna níu í Af
mannavöldum. Þetta eru sögur um fólk
í hörðum heimi, ofbeldi og ótti af
mannavöldum einkenna hann. I sex
sagnanna eru það her og lögregla sem
ofbeldinu beita.En það eru fleiri öfl sem
valda ótta, dauðinn sem engum þyrmir,
siðir og venjur og karlmennska. Ofbeld-
ið bitnar á þeim sem bestan hafa viljann
og minnst valdið, þeir sem verða fyrir
barðinu á því í sögunum í Af manna-
völdum eru konur og börn ásamt
menntafólki. Þessu fólki mætir lesand-
inn á flótta. Börn, konur, stúdentar
hlaupa eins og fætur toga eða flýja land.
Kona þrífur í hönd dóttur sinnar og flýr
undan hermanni, stúdentar hlaupa und-
an lögreglu, drengurinn hleypur eins
og fætur toga frá spítalanum þar sem
amma hans er að deyja. Ung kona flýr
fortíð lands síns, Gyðingar í Póllandi
flýja, liðhlaupinn frá Túnis flýr land.
Allt flýr þetta fólk til að forða lífinu.
Enn sorglegri eru þó örlög hinna sem
flýja frá lífinu. Þýski faðirinn fremur
sjálfsmorð, flýr minningar sínar, Rakel,
pólski Gyðingurinn sem flýði í heims-
226