Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 106
Tímarit Máls og menningar stöku stað þannig að það rýri áhrifamátt frásagnarinnar. Einkum á ég hér við dá- lítinn kafla þar sem hann fer að lýsa hugarheimi og gelgjufiðringi nokkurra unglinga, sem lauslega tengjast sögu- þræðinum, en einnig mætti nefna hug- leiðingar um reglugerðir um útivist barna og unglinga sem einhvern veginn eru alveg utangarna. Slíkir hlutir eru ekkert leiðinlegir í sjálfum sér, en mér finnst þeir eiga heima í annarri bók. Einar Már byrjaði rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld, eitt af þeim sem ráðast með offorsi gegn hefðum og grónum hugmyndum og reyna að vinna skáldskap úr tungutaki og heimssýn eigin kynslóðar. Stíllinn á Riddurum hringstigans á í mörgu skylt við ljóð- mæli Einars. Hann er með afbrigðum hraður og líflegur, fullur af öfgafullum og oft hittnum samlíkingum. Gott dæmi er upphaf bókarinnar: A meðan ég hleyp niður nýbón- aðan stigann með klaufhamarinn hans pabba í annarri hendinni sit- ur Óli á olíutanknum fyrir fram- an húsið. Aður en ég veit af hef ég lamið Óla með klaufhamrinum í haus- inn. Óli æpir. Óli skelfur. Hausinn á Óla breytist í marga hausa. Óli hefur fjóra hausa. Síðan glúkk: Upp úr burstaklipptu höfðinu skýst lítil kúla, lítið hvítt egg, og tárin virðast hlaupa á undan Óla innum kjallaradyrnar á húsinu. Eg stend einn eftir fyrir framan olíutankinn sem er grafinn niður í jörðina. Aleinn með klaufhamar- inn í hendinni. Með augunum sprengi ég tankinn í loft upp. Eld- gular glæringar, stjörnuljós upp úr jörðinni. Helvítis andskotans. Eg bölva klaufhamrinum. Eg bölva pabba sem á klaufhamarinn. Eg bölva Óla fyrir að vera með hausinn fyrir. Ég bölva búðinni sem selur klaufhamra. Ég bölva. Ég bölva. Niður með klaufhamarinn! (1-2) Lengi vel má líta á þessa þulu sem trúverðuga endursköpun á viðbrögðum stráksins, þótt líkingarnar séu auðvitað ekki hans, en síðasta upphrópunin sprengir þennan ramma með skemmti- legri íróníu og vísun í mótmælagöngu- hróp. Vissulega er myndmálið ekki alltaf svona hnitmiðað, sumar af samlíkingun- um fara fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Samt eru hinar miklu fleiri. I dæminu hér að ofan mátti sjá hvern- ig bæði myndmál og endurtekningar er notað með afskaplega lýrískum hætti. Annað lýrískt einkenni á stíl sögunnar er það sem kalla mætti ávarpsstíl. Langir kaflar eru í rauninni ávarp sögumanns til Óla. (Þar að auki ávarpar höfundur stundum lesanda, en það er allt annars eðlis). Þessi ávörp orka kynlega á lesand- ann og magna þá tilfinningu að verið sé að segja frá mikilvægum og tilfinninga- þrungnum atvikum. Ég skynja þessi á- vörp sem ástríðufullt ákall eftir sam- bandi, tilraun til að vekja upp aftur þann fullkomna orðvana skilning sem ríkti milli Jóa og Óla áður en þeir urðu að skýrt mótuðum einstaklingum sem í eig- inlegri eða óeiginlegri merkingu hurfu 224
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.