Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 7
Adrepur þegar verið er að harma að ekki skuli lengur vera karlar í barnakennarastétt (þeir eru samt skólastjórar þar). Mér finnst það enginn skaði. Mér fyndist líka betra að þeim fækkaði í „gömlu gaggó“, þar voru karlar svo til einráðir þar til fyrir fáum árum og þeir skólar voru að mínu mati (og reynslu) verstir allra. Eg tel núlifandi kynslóð fuilorðinna karla ekki hafa fengið það uppeldi sem þarf til að vera jafngóðir uppalendur og mæður. Með betra uppeldi drengja og pilta í framtíðinni tekst e. t. v. að kenna þeim að meðhöndla börn og unglinga svo vel fari. I skjóli goðsögunnar um skort á körlum í grunnskólum er ekki farið dult með að sjálfsagt sé og rétt að ráða fremur karl en konu í kennarastöðu, jafnvel þó að karlinn hafi mun lakari pappíra. Þetta er opinbert leyndarmál meðal kennara og mér finnst að konur eigi að taka höndum saman um að kveða þennan ófögnuð niður á stundinni. Ekki ætla ég samt að halda því fram að allt sé fengið með því að konur einar verði kennarar og skólastjórar. Það dygði skammt. Skólinn væri eftir sem áður feðrastofnun, sniðin eftir ævafornum hugmyndum feðraveldis um uppeldi og þarfir barna og samkvæmt kröfum forræðis- og stéttaþjóðfélags. Ég ætla ekki að setja fram tillögur um nýjan skóla hér en minna á hugmyndir um afskólun sem mér finnast athyglisverðar (sjá t. d. grein Harðar Bergmann í síðasta Tímaritshefti). Ekki þó í þá veru að afnema skóla með öllu heldur reyna að hugsa málin upp á nýtt og láta sem aldrei hafi verið til neinn skóli. Hvernig skóla vildum við þá stofna? Og fyrir hvern? Fyrir börnin, fyrir atvinnulífið, fyrir karlaveldið, fyrir lífið? Eða á ekki skólinn að vera lífið sjálft? Eg er á því, og ég er líka svo tilætlunarsöm að vilja að lífið sé bæði gott og skemmtilegt. Og ég er viss um að það fannst formæðrum okkar líka í árdaga. Aður en feðurnir lögðu á þær fjötra. Leidrétting Vegna mistaka láðist að geta þess í greininni Stuölar skólinn að betri menntun og auknu lýðrxði? (TMM 4 1983), að auk þeirra rita sem nefnd voru var stuðst við bók sem Mortimer J. Adler skrifaði fyrir hönd svo- nefnds „Paideia-hóps“ og kom út árið 1982 undir nafninu: The Paideia Proposal: An Educational Manifesto (útg. Macmillan Publ. Co., Inc., N.Y.). 477
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.