Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 10
Tímarit Máls og menningar leyti var ég líka með eyrun uppá gátt hvenær sem minst var á þingeyskar ættir, ekki hvað síst Laxamýrarætt. Oft komu mér þá líka í hug frændur þínir: Jónas Hallgrímsson og Jóhann Sigurjónsson. Einusinni lá við borð að þetta grufl mitt yrði að hroðalega víðtækri bókmentasögukenningu. Eg var þá fyrir nokkru kominn að þeirri niðurstöðu um Laxamýrarætt að hún líktist mest andalúsískum gyðingum að ytra útliti. Það var tundrið. Neistinn kom svo þegar einhver sagði mér þá sögu um uppruna ættarinnar að spánskan skipsmann hefði rekið á fjörur við Dalvík og kona tekið þetta framandlega ungmenni sem virtist dáið þarna í fjörunni og komið því til lífs með líkamshita sínum. Þetta er sögustef sem víða má finna — og heillar mig altaf. Nú þurfti ég ekki nema hugsa mér að þetta ungmenni hefði verið andalúsískur gyðingur og þá voruð þið öll orðin frændur: Jónas, Jóhann, þú og Garcia Lorca sem einn erlendra skálda hefur komið ljóðum sínum að hjartarótum Islendinga. Og bókmentasögukenningin mín var orðin til. Engin bókmenta- sögukenning hefur víst orðið skammlífari — enda þótt hún gegndi sínu hlutverki betur en þær flestar. Hún varð til þess að ég skildi hvað þið áttuð sameiginlegt öll fjögur. Það var þessi beini aðgangur tilfinninganna að málfarinu. Þessi tjáning tilfinningar sem gerðist á eigin spýtur en ekki fyrir neinslags hugsanaofbeldi. Tónn málsins verður hreinn og heiðríkur. Þessi niðurstaða mín varð til þess að ég fór svona varlega þegar til úrvinslunnar kom. Bað mína skipuleggjandi formhugsun oft á dag að fara nú hægt og skemma ekki neitt. Færi ég lengra útí það að skýra frá þeim lærdómum sem mér hlotnuðust í samstarfi okkar gæti ég orðið hlægilegur. Kanski er ég meiraðsegja orðinn það. Allavega hrundi bókmentasögukenningin mín einsog ég sagði, fyrst þetta almenna líktog verða vill. Sum ættmenni þín sáu fyrir því eftirað bókin var komin út. Eiginleikar þínir eru fágætir bæði í þeirri ætt og öðrum. Og svo kom það líka beinlínis í ljós, einsog gengur með kenningar, að verðmætið sem kenningarsmíðin kendi manni að meta gilti miklu víðtækar en kenningin gat náð. Þannig grafast allar kenningar í sandi lífsins. 480
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.