Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 12
Líney Jóhannesdóttir Ólánsmerkið í grænum hlaðvarpa er gott fyrir dálítinn drenghnokka að leika sér. Þegar sólin skín, fer mamma snemma út á morgnana með gullakassann og setur hann niður sunnan undir vegg, því þar er alltaf logn og hiti. Drengurinn kemur sjálfur út á eftir, með ljúfuna sína í fanginu. Það fyrsta sem hann gerir, er að leggja hana frá sér í grasið, á meðan hann byggir henni hús, en það gerist í einu vetfangi. Hann hvolfir gullun- um úr kassanum og reisir hann síðan upp á endann, þá er húsið komið handa ljúfunni. Þar situr hún svo allan daginn og rótar sér ekki, nema því aðeins að drengnum detti í hug að bera hana eitthvað með sér. Stundum gleymir hann ljúfunni tímunum saman, en það gerir henni ekkert til, því á kvöldin gleymist hún aldrei. Þó hún sé bæði sköllótt og blind fyrir löngu, getur drengurinn ekki sofnað án hennar í fanginu. Næsta morgunverkið er að taka prikið sem stendur upp við vegginn og setja það á beit. Það er hesturinn, sem hafður er úti dag og nótt. „Honum veitir ekki af að kroppa dálítið,“ segir drengurinn og mamma hlustar brosandi á búmannstalið. Samtímis heyrir hún gjálfr- ið í bæjarlæknum sem rennur niður túnið, þessi gamalkunni niður vekur hjá henni unað, og andartak finnst henni hún sjálf verða aftur að ofurlítilli stúlku og hún hlustar hugfangin á dularfullan klið náttúrunnar. Andartakið líður fljótt og mamma rennir augunum snögglega niður með læknum. Hann er hvergi djúpur, af honum stafar engin hætta — þó aldrei nema drengnum dytti í hug að hlaupa niður að honum. Annað mál er með Lómapollinn. Hann sést líka vel frá varpanum, því bærinn stendur hátt í brekku. Og þegar sólin glampar svona á pollinn, er hann eins og gulltjörn í grænni mýrinni. Þar syndir lómurinn kvelds og morgna og fólkið á bænum hlustar eftir hljóðunum í honum. Enginn kann þó betur en afi að spá um veðrið eftir því hvernig lómurinn lætur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.