Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 14
Tímarit Máls og menningar bana og geymdi sér, þar til hana svengdi síðar. Drengnum gast ekki að þessu náttúrunnar meistaraverki — eins og mamma kallaði vefinn — og færði sig fjær honum. Þá hló mamma og sagði að hann væri flón að hræðast kóngulær, en bætti svo alvarleg við: „Þú mátt aldrei rífa kóngulóarvef, það er ólánsmerki.“ „Ölánsmerki.“ Augu drengsins urðu stór og óttaslegin, refsidóm- ur orðsins smaug alveg inn að hjartarótum og hríslaðist þaðan út um allan smávaxna líkamann. Hann stóð grafkyrr og langaði til að spyrja, en vissi ekki hvað hann átti að spyrja um. Mamma leiddi athygli drengsins að búsmalanum, því hún hafði fengið samviskubit yfir að vera að slæpast þetta. — Drengurinn var stórfjáreigandi og féð var haft úti daga og nætur eins og hrossið. Meðfram fjóströðunum var skínandi góð beit, en þrátt fyrir það þyrfti auðvitað að gæta að fénu. Fjármannshugurinn varð óttanum sterkari og meðan hann færði til hornin sín, læddist mamma hljóð- lega inn. Barnagullin hafa þá náttúru að verða lifandi hvenær sem barns- augað lítur á þau, þessvegna tók drengurinn varla eftir því að mamma var farin, tröllið hans lá í grasinu og það glápti á hann. Skyldi það hafa gert ljúfunni eitthvað? Tröllið var dálítill viðarkubbur, fundinn í fjörunni og undarlega sorfinn af löngu sjávarvolki. Það sótti svo mikið eftir ljúfunni og þá varð hún svo óskaplega hrædd eins og allar yngismeyjar í æfintýrum. Drengurinn réðst því umsvifalaust á tröll- ið, grýtti því til og frá og lét dynja á því skammirnar. Loks lenti það á harðfisksteininum og drapst. Þá gekk hetjan að húsi ljúfunnar, talaði hátt og hló inn í kassann. Hún þurfti ekki að hræðast neitt framar í öllum heiminum því hann réði við tröll sem ætlaði að taka hana. í leik við sjálfan sig eru engar reglur og hvorki upphaf né endir, nýr leikur getur hafist inni í gamla leiknum rétt eins og hugurinn snýst. I augum drengsins voru hestar stærstu dýr jarðarinnar og um leið þau fegurstu. Þá vitrun fékk hann þegar hann fór í hesthúsið um veturinn og sá öll rauðu og hvítu og svörtu töglin á básunum. Það var nokkuð annað en að koma í fjósið þar sem kýrhalarnir slógust til og frá. Því var engin furða þó drengnum dytti í hug að bregða sér á bak þegar hann sá prikið. Auðvitað spurði hann hestinn hvort hann vildi ekki taka dálítinn sprett. Hrossið ansaði „hu hu hu“og var strax til í það. 484
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.