Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 15
Ólánsmerkið Það var heldur sjón að sjá mann og hest fara á harðastökki allt í kringum bæinn. Það sáust andlit í gluggunum, bæði í eldhúsinu og inni hjá afa. Það lætur svona sveitafólkið, þegar einhver ókunnugur er á ferð. Þetta varð löng reisa, heil bæjarleið. Drengurinn heilsaði ljúfunni af mikilli blíðu þegar hann kom aftur. Langt, langt í burtu sást bær í grænu túni. Þangað sagðist hann hafa farið í einum spretti og ljúfan trúði því auðvitað eins og nýju neti. Svona ferðalög eru þreytandi. Þessvegna er gott að leggjast í grasið og hvílast og horfa upp í himininn. Hátt, hátt í blámanum flaug fugl og sýndist fjarskalega lítill. Drengurinn fylgdi honum með augunum þangað til hann þurfti að depla þeim, en þá missti hann sjónir af fuglinum og gat hvergi eygt hann aftur. Það var annars skrítið að stjörnurnar skyldu ekki alltaf sjást, hann varð að spyrja mömmu hvernig á því stæði. Drengurinn velti sér við og strauk vangann um leið, eitthvað hafði snortið hann. Einmana strá stóð upp úr bældu grasinu. Drengurinn rétti út höndina og ætlaði að draga það úr slíðrinu, svo hann gæti bitið af því mjúka endann. I því sá hann hvar ofurlítið fiðrildi fetaði sig upp hálan legginn. Hann hætti við að taka stráið og reis upp á hnén. Svona fallegt fiðrildi mundi hann ekki eftir að hafa séð. Þetta var allt öðru vísi en hvítu náttfiðrildin sem kisa hans stökk eftir á kvöldin. Vængirnir á þessu voru brúnir með örsmáum hvítum depl- um og röndum, engu líkara en mynstrið í sparipeysunni hans, nema hvað það var hundrað sinnum stærra. Og þarna var höfuðið, ofurlítið og raunamætt, milli fallegra vængjanna. Drengurinn reis alveg upp og snerti stráið. Fiðrildið flögraði, án þess þó að missa fótfestuna. Kroppurinn og klunnalegir fætur sáust um leið, og smágerðir fálmarar þreifuðu fyrir sér í ofboði út í loftið. Þá datt drengnum dálítið í hug. Hann hristi stráið svo fiðrildið varð að sleppa, en um leið og það flaug, lokuðust tveir smálófar utan um það. Þarna var nokkuð til að sýna mömmu. Hrópin og köllin í hana voru svo hávær, að hún þorði ekki annað en að taka til fótanna og vita hvað gengi á. Drengurinn stóð grafkyrr og beið hennar. Hann langaði til að hlaupa á móti henni, en var ekki viss um hvort hann gæti haldið lófunum iokuðum á meðan. Það var heldur ekki auðvelt þótt hann 485
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.