Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 17
Ólánsmerkið héngu um allt í vefnum, hún hafði augsýnilega verið fengsæl um daginn. Neðst hékk eitthvað stærra en flugurnar, drengurinn ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, það var dálítið fiðrildi með brúna, mynstraða vængi og annar þeirra virtist skjálfa. „Fiðrildið mitt“ hrópaði hann og gleymdi því í gleði sinni hvernig kóngulóin fer með þá sem festast í vefnum. Hann snart fiðrildið ofurlítið svo það gæti flogið. Við hreyfinguna tók kóngulóin strax á rás. Þó södd væri, ætlaði hún að hremma bráðina sem hún hélt að nú hefði fest sig. Þá mundi drengurinn háttalag hennar. Prikið lá við fætur hans og án þess að hugsa sig um beygði hann sig eftir því og rak það í miðjan vefinn. Kóngulóin datt niður á einn steininn, en var ekki lengi að koma undir sig fótunum og flýja inn í dimma holuna. Drengurinn losaði fiðrildið varlega úr slitri vefsins. Það hallaðist á aðra hliðina í lófa hans. Hann velti því fram og aftur, en það hreyfði sig ekki. Þá lokaði hann iófanum utanum það og yfirgaf hlaðvarpann. Mamma fann á sér kvöldkulið úti þrátt fyrir hitann í eldhúsinu. Hún vissi af reynslunni, að betra var að sækja drenginn fyrr en seinna. Stundum átti hann ýmislegt eftir sem endilega þurfti að gerast, eða þá að honum datt eitthvað nýtt í hug og fengi hann ekki að koma því í framkvæmd, stimpaðist hann stundum við hana. Hún kallaði til hans út um dyrnar en fékk ekkert svar. Þá hljóp hún út, en sá engan í varpanum. Hún kallaði hærra og fór út að leita. Inni í fjósinu var hann ekki, hún gáði bak við það og alstaðar og þó það væri kannske kjánalegt leit hún jafnvel inn í kassann til ljúfunnar. En drengurinn var hvergi sjáanlegur. Þá varð hún hrædd og tók til að hrópa. Afi gamli hlustaði eftir fleiru en hljóðunum í lómnum. Hann heyrði köllin í mömmu alla leið inn til sín og þegar honum fannst vera komið í þau gráthljóð, þoldi hann ekki lengur mátið. — Fæturn- ir skulfu undir honum og hjartslátturinn var þungur og miklu meiri en venjulega. „Er nafni týndur?“ spurði hann skjálfraddaður, en mamma heyrði ekki til hans. Hún var þotin niður túnið og slóðin eftir hana var eins og dökk rák í hávöxnu grasinu. Kulið smeygði sér inn á bringuna á afa, hann greip í hálsmálið og hóstaði nokkrum sinnum og horfði voteygður eftir mömmu. Það var auðséð hvert hún stefndi. Rækallans ekki sens pollurinn, skyldi nafni 487
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.