Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 20
Tímarit Máls og menningar Um leið og mamma þrýsti drengnum að sér, fór hann að gráta. Eftir stundarkorn opnaði hann krepptan hnefann og sýndi henni, en það var ekki lengur hægt að sjá hvað í honum hafði verið. Konan gat með engu móti áttað sig á hvað hafði gerst. Afi stóð yfir þeim og hváði. Hann þóttist eiga jafnan rétt á því og mamma að vita hvað gengi að nafna sínum, úr því hann sjálfur hafði fundið hann. Loksins heyrðist drengurinn nefna fiðrildi og rétt á eftir ólánsmerki og þá skildi mamma allt. Afi var líka furðu fljótur að átta sig, máske kannaðist hann við þetta orð frá sinni bernsku. Mömmu varð bilt við. Hingað til hafði hún enga aðra hættu séð en Lómapollinn, nú sá hún allt í einu, að orðin sem hún sjálf talaði gátu líka verið hættuleg. Afi fussaði. Hvað átti það svosem að þýða að hóta drengnum? Kóngulónni var ekki nema rétt mátulegt að missa vefinn, úr því hún gat ekki látið sér nægja flugurnar eins og venjulega. Drengurinn leit þakklátur á afa, en þá svaraði mamma ákveðin: „Þetta var mér sagt af móður minni.“ Þá steinþagnaði afi og staulað- ist inn í bæinn á undan þeim. Oll gullin voru látin eiga sig úti nema ljúfan. Drengurinn vafði hana að sér, honum veitti ekki af að leita sér huggunar hjá henni í þetta sinn. Inni í hlýju eldhúsinu háttaði mamma drenginn. Hún talaði við hann og hann hlustaði á hvert orð með djúpri athygli. Svo sleppti hann ljúfunni og tók utan um hálsinn á mömmu í staðinn. Og hann lofaði því að rífa aldrei vef fyrir kónguló, meira að segja þó hún ætti það skilið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.