Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 22
Gudbergur Bergsson Um þýðingar Allir menn eru þýðendur. Lífið er í víðri merkingu þýðingarstarf. Við erum stöðugt að þýða hugarheim okkar og umhverfi, bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Gjörvallt lífið erum við að breyta eðli og útliti hlutanna eða færa hvort tveggja óbreytt komandi kynslóðum. Hamingja okkar eða lífsgæðin eru að miklu leyti undir því komin hvað við erum slyngir þýðendur. Sá sem les stafina hérna á blaðinu er að lesa þýðingu mína á þeim hugmyndum sem ég hef reynt að gera mér um eðli þýðinga. Ur því ég hef skráð hugmyndir færðar í orð er auðsætt að ég hef talið að hugleiðingar mínar gætu haft einhverja þýðingu fyrir aðra. Meðan ég er að reyna að færa hugsun mína í búning stafa og orðtákna eruð þið að reyna að þýða eða túlka það sem ég segi. Þið reynið vonandi að draga einhverja merkingu af orðum mínum. Niðurstaðan fer eftir því hvort mér hafi tekist að þýða sæmilega hugmyndir mínar og hvort þið kunnið að láta þær hafa einhverja þýðingu fyrir ykkur. Ekki er við mig einan að sakast ef árangurinn verður lítill eða enginn. Arangurinn er einnig á valdi ykkar, kominn undir getu ykkar við þýðingarstarfið. Líklega skiljum við aldrei neitt fullkomnum skilningi, en við segjum gjarna og óeðlilega oft: Eg skil þetta fullkomlega. Mörg orð og setningar liggja okkur á tungu, umhugsunarlaust, og við reynum ekki að þýða merkingu þeirra. Setningarnar eru sjálfsagðar og orðtamar, uns einhver hugsuður rýfur hefðina og við rekum upp reiðióp. Hann hefur komið með nýja þýðingu. Og nýjar þýðingar eru lengi að öðlast sess í huga okkar. Meðan ég tala þykist ég vita hvað ég er að segja, en veit það ekki fullkomlega. Enginn getur gert hvort tveggja í senn, talað og hugsað. Þegar við tölum fleytum við ofan af hugsuninni, hugsun sem ríkti andartaki áður en hún breyttist í orð. Sá skilningur sem við leggjum sjálf í hluti og hugtök er helsta viðmiðun okkar, eigin skilningur. En leitum við álits hjá öðrum um sama hlutinn kemur tíðum í ljós að skilningur hans er ólíkur. Þetta fer þó örlítið eftir hvers eðlis hluturinn er eða málið. Ef um reikningsdæmi er að ræða er auðvelt að tala um réttan eða rangan 492
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.