Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 38

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 38
Tímarit Máls og menningar hælum sér: Bókmenntirnar fæddust daginn sem drengur kom hlaupandi og æpti úlfur úlfur, og það var enginn úlfur á eftir honum. I þessu sambandi skiptir ekki máli að það var raunverulegur úlfur sem át vesalings drenginn að lokum, af því að hann laug einum of oft. En á milli úlfsins í skóginum og úlfsins í lygasögunni liggur tengiliður — list bókmenntanna. Bókmenntir eru uppspuni. Skáldskapur er skáldskapur. Að kalla sögu sanna er móðgun bæði við list og sannleika. Allir miklir rithöfundar eru rniklir blekkingameistarar, en það er sá erkisvindlari náttúran líka. Náttúran blekkir alltaf. Allt frá einföldum blekkingum æxlunarinnar til flókinna sjónhverfinga felulita á fiðrildum og fuglum er náttúran eitt dýrlegt sjónar- spil svika og undirferla. Skáldsagnahöfundurinn gerir ekki annað en feta í fótspor móður náttúru. Ef við lítum andartak aftur til þessa loðna stráklings sem æpti um úlfinn, þá má orða dæmi hans þannig: töfrar listarinnar lágu í skugga úlfsins sem hann vitandi vits spann upp, í draumi hans um úlfinn; og seinna urðu brellur hans efni í ágæta sögu. Þegar hann fórst að lokum varð sagan af honum ágætis dæmisaga til að segja við varðeldinn. En hann var galdra- meistarinn. Hann var uppfinningamaðurinn. Það er hægt að líta á rithöfund frá þremur sjónarmiðum, skoða hann sem sögumann, kennara eða töframann. Mikill höfundur er þetta allt þrennt í senn, en það er töframaðurinn í honum sem hefur yfirhöndina og gerir hann að miklum höfundi. Til sögumannsins snúum við okkur í leit að skemmtun, að andlegri örvun af einföldustu gerð, að hluttekningu í tilfinningum, að gleðinni sem það veitir að ferðast um fjarlægar slóðir í rúmi og tíma. Eilítið önnur manngerð, og ekki endilega merkilegri, leitar að kennaranum í hverjum höfundi. Aróðursmanninum, siðaboðandanum, spámanninum. Við leitum til kenn- arans bæði til að sækja okkur siðferðilega uppbyggingu og til að fræðast um einfaldar staðreyndir. Eg hef því miður kynnst fólki sem hafði þann tilgang með lestri franskra og rússneskra skáldsagna að kynna sér lífið í hinni glaðværu París eða hinu dapurlega Rússlandi. En síðast og ekki síst er mikill höfundur ævinlega mikill töframaður, og nú komum við að því sem er mest spennandi. Það gerist þegar við reynum að festa hendur á einstaklingsbundnum töfrum snilligáfunnar og rannsökum stíl, myndmál og mynstur skáldsagna og ljóða. Hinar þrjár hliðar sem finna má á miklum höfundum — töfrar, saga, lexía — hafa tilhneigingu til að renna saman og vekja einstök útgeislunaráhrif, þar sem töfrar listarinnar geta verið til staðar í sjálfri beinagrind sögunnar og í merg hugsunarinnar. Til eru meistaraverk þurrar, skýrrar og skipulegrar hugsunar sem vekja með okkur listræna nautn jafnsterka og kviknar af 508
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.