Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 42
Tímarit Máls og menningar Við gláptum á nýju skóna hans og sendum hver öðrum augnagot- ur, sem úr mátti lesa: „Varið ykkur á honum þessum, hann er skóþjófur.“ Náunginn skildi hvað klukkan sló og sagði: „Hvað er þetta, hafið þið aldrei séð skó?“ Kunningi hans sagði við hann: „Láttu þá vera Mahmoud, sérðu ekki, að þetta eru algjörir asnar. Þessir vesalingar hafa aldrei séð skó.“ Mahmoud svaraði: „Auðvitað, bjáni er ég að spyrja svona. Hefurðu séð lappirnar á þeim?“ Tvímenningarnir fóru að skellihlæja. Við hinir vorum eins og bjánar. Ahmad-Hossein leit á son Zivar, þeir litu á Ghassem og allir litu á mig. Hvað eigum við að gera? Eigum við að lemja þá, eða eigum við að láta þá hæða okkur og spotta? Ég öskraði þá á Mahmoud: „Þú ert þjófur, þú stalst skónum." Félagarnir tveir veltust um af hlátri. Sá eineygði gaf hinum olnbogaskot og sagði: „Hvað sagði ég, ha, ha. Sagði ég ekki, ha, ha, ha.“ Andspænis okkur voru bílar í öllum litum og hafði þeim verið lagt þétt, þannig að þeir mynduðu eins konar vegg. Rauði bíllinn, sem var fyrir framan mig, ók af stað, þannig að ég gat séð út á götuna. Þar var krökkt af alls kyns bílum, strætisvögnum, leigubílum og einkabílum. Þeir siluðust áfram í einni kös með ógurlegum látum. Eg er þeirrar skoðunar, að Teheran sé hávaðasamasti staður á jörðinni og að þessi gata sé sú hávaðasamasta í Teheran. Sá eineygði og Mahmoud engdust sundur og saman af hlátri. Eg beið bara eftir einu, slagsmálum. Eg hafði lært nýtt skammaryrði og varð að koma því að. Eg átti mér þá ósk heitasta, að Mahmoud gæfi mér á hann svo ég gæti orðið illur og öskrað: „Gerðu þetta aftur, ef þú ert með eistun á réttum stað.“ A meðan ég beið færis, þreif ég í hálsmálið á Mahmoud og sagði við hann: „Jæja, hver keypti skóna handa þér?“ Okkur fjóra langaði í slagsmál, en hinir tveir voru frekar á því að sprella. Gljáfægðum bíl var lagt í auða stæðið fyrir framan okkur. Ung hjón stigu út úr honum og með þeim voru drenghnokki og fjörlegur hvolpur. Drengurinn var svipaður á hæð og Ahmad-Hossein. Hann var í stuttbuxum, hvítum sokkum og tvílitum sandölum. Hár hans var vel greitt. Hann leiddi föður sinn og í hinni hendinni hélt hann á 512
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.