Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 51
Sólarhringur í draumi og vöku Ég gekk um húsið og skildi alls ekkert í þessu ryki, sem settist á andlit mitt. Ég var í kjallaranum og hugsaði með mér, að það hlyti að koma þaðan. Þegar ég steig á fyrsta þrepið, fylltust vit mín svo skyndilega af ryki, að ég hnerraði. Aatsjú. Ég reyndi að átta mig á því hvar ég var. Kústur dansaði fyrir framan augun á mér, og götusópari þyrlaði gangstéttarrykinu framan í mig. „Hvað er að gerast? Hvar er ég? Sef ég kannski ennþá?“ En ég svaf ekki. Ég kom auga á handvagninn hans pabba. Ég heyrði hávaðann í leigubílunum og ég starði á húsin við gatnamótin í daufri morgunskímunni. Ég var ekki sofandi. „Jæja. Þetta var þá bara draumur. Nei. Víst var mig að dreyma. Nei, nei, nei.“ Pabbi beygði sig yfir mig og sagði: „Ertu sofandi, Latíf?“ „Nei, nei, nei,“ svaraði ég. „Hvers vegna hróparðu þá svona? Komdu uppí til mín.“ Hann lagði handlegginn undir höfuð mitt, en mér tókst ekki að sofna. Maginn var tómur. Hungrið nagaði mig að innan. Þegar pabbi sá, að ég svaf ekki, sagði hann: „Þú komst seint heim í gærkvöldi. Ég var þreyttur og fór snemma að sofa.“ Eg sagði honum, að ég hefði séð slys og að það hefði tafið mig. Þá spurði ég hann hvort úlfaldi gæti talað og flogið. „Nei, það getur hann ekki.“ „Nei, úlfaldinn hefur ekki vængi.“ „Hvað er að þér sonur minn? Þú talar um úlfalda á hverjum einasta morgni. Hvað gengur eiginlega að þér?“ Eg var annars hugar og sagði við hann: „Það er gott að vera ríkur. Maður getur borðað allt, sem mann langar í og maður getur keypt allt. Er það ekki pabbi?“ „Eg vil ekki heyra svona guðlast. Guð veit hverjum ríkidæmið ber, og hverjum fátæktin." Pabbi talaði alltaf svona. Það var þegar orðið bjart af degi. Pabbi tók flókaskóna sína undan höfðinu, klæddi sig í þá, og við fórum niður af handvagninum. TMM 521
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.