Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 60
Njörður P. Njarðvík: Þegar framtíðin er liðin hjá Friðarsinnum vex fiskur um Hrygg víða um heim, og er skemmst að minnast þess er íslenskir listamenn stofnuðu sín friðarsamtök 3. október síðastliðinn. I haust kemur út hjá Máli og menningu listrænt framlag til þessarar umræðu, ný skáldsaga eftir sænska rithöfundinn P C Jersild, Eftir flóðið, í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Jersild starfar ötullega í friðarsamtökum sænskra lækna. Sænski rithöfundurinn Per Christian Jersild (f. 1935) á þegar langan og fjölbreytilegan rithöfundarferil að baki. Hann kvaddi sér hljóðs árið 1960 með smásagnasafninu Rdkneldra, en hefur síðan fyrst og fremst einbeitt sér að skáldsagnagerð. Hann sló í gegn strax með fyrstu skáldsögu sinni Till varmare lander (1961), og þá þegar koma fram helstu höfundareinkenni hans, annars vegar einstök lagni við að blanda saman raunsæi og ímyndun, og hins vegar síendurteknar lýsingar á tilfinningakulda hins tæknivædda þjóðfélags nútímans, sem hann telur að stefni mannlegri tilveru í ógöngur, svo að ekki sé fastar kveðið að orði. Jersild er læknir að menntun og spurningar um ábyrgð og siðferði þekkingar og vísinda hafa leitað fast á hann, má raunar segja að þær séu uppistaða flestra verka hans í einhverri mynd. Þannig lýsir Grisjakten( 1968) embættismanni eða eigum við að segja möppudýri, sem er reiðubúinn að leysa hvert það verkefni sem fyrir hann er lagt af tilhlýðilegum yfirvöldum, svo fremi það sé sett fram á skynsamlegan hátt. Vandi hans er fólginn í að leysa verkefnið vel og óaðfinnanlega með aðstoð þeirrar tækni sem honum stendur til boða. Við þetta glímir hann, en hann spyr ekki um tilganginn, og enn síður um afleiðingarnar. Það er annarra að brjóta heilann um þess háttar vandamál. í Djurdoktorn (1973) er sagt frá miðaldra konu sem er ráðin að vísindastofnun sem fæst við læknisfræðilegar tilraunir á dýrum. Tilgangurinn með ráðningunni er ekki tengdur umhyggju fyrir dýrunum, hún á eingöngu að sjá um að þau skili sem bestum árangri. En levande sjal (1980) segir frá heila sem haldið er lifandi í tilraunaskyni. Babels hus (1978) er úttekt á heilbrigðisþjónustunni í Svíþjóð. Lesandinn fylgist með sjúklingi sem leggst inn á sjúkrahús og fylgir honum eftir þar til hann deyr, en hann er ekki aðalpersóna bókarinnar, heldur sjúkrahúsið sjálft. Það er tæknilega vel búið, þekking starfsfólksins óaðfinnanleg, en mannleg hlýja ekki fyrirferðarmikil að sama skapi. Sagan 530
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.