Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Side 62
Tímarit Máls og menningar raunsæis og ímyndunar sem oft ræður úrslitum, því lesandinn er leiddur þannig áfram að honum finnst ekkert eðlilegra en stíga yfir þröskuld hins ómögulega og ganga inn í þá veröld sem Jersild vill vara við. Kannski er það vegna þess að hún er ekki eins langt undan og við höldum. Margar þessara bóka eru nefnilega framtíðarsýnir, eins konar viðvörun um það hvert hin kalda þekking muni leiða okkur ef við snúumst ekki gegn henni. Og þar með erum við komin að sögunni Eftir flóðið (Efter floden, 1982). Jersild hefur skýrt svo frá að þegar hann gegndi herþjónustu sem læknir, þá hafi hann tekið þátt í æfingum sem snertu meðferð fólks sem lent hafði í kjarnorkusprengingu. Meginvandinn sem við blasti var að sjá fljótt hverjum væri yfirleitt hugsanlegt að reyna að bjarga. Hina átti að drepa sem fyrst, eða með ögn mildara orðalagi hjálpa þeim að deyja á kvalalausan hátt með of stórum skammti af morfíni. Þetta mun hafa verið fyrsta kveikjan að sögunni, en fyrstu drögin urðu til á árunum 1975 — 76. Jersild segist fljótlega hafa gefist upp við að lýsa sjálfu kjarnorkustríðinu. Hann velur í staðinn að lýsa þeim fáu sem lifa það af. Við höfum heyrt stjórnmálamenn og hershöfðingja tala um takmarkað kjarnorkustríð, að það sé hægt að vinna kjarnorkustríð, að vísu geti mannkynið horfið aftur á stig miðalda, jafnvel steinaldar, en síðan muni það taka við sér og hefja nýja þróun. Þetta er um margt einkennilegur hugsunar- háttur, ekki síst ef kjarnorkustríð er háð til að forðast ómanneskjulegt þjóðfélag. Svo að ekki sé nú minnst á þann kaldrana sem í slíkum kenning- um felst. Þetta er svona ámóta og að ímynda sér að hægt sé að taka miðaldra mann og limlesta hann og halda því svo fram að hann hverfi aftur á stig barnsins með alla framtíðarmöguleika þess. Hvernig lítur veröldin út eftir kjarnorkustyrjöld? Því reynir Jersild að svara í bók sinni og dregur upp mynd af framtíð sem ekki er lengur framtíð, og verður vonandi aldrei. Þegar sagan hefst eru liðin 33 ár frá kjarnorku- styrjöldinni og við erum stödd á því herrans ári 2028. Frásögnin er í 1. persónu og sögumaður er nokkurn veginn jafngamall skelfingunni miklu. Hann er fortíðarlaus og sögulaus og hefur enga eigin reynslu af þeirri veröld sem við byggjum. Með því skapast bæði frásagnartæknilegt frelsi og frásagnartæknilegur vandi. Það er án efa rétt hjá höfundinum að nauðsyn- legt sé að lesandinn skynji sögumanninn (sem heitir Auðun) innan frá og upplifi þessa framandi veröld með augum hans, reynslu og viðmiðunum. Hann er fæddur og „alinn upp“ í neðanjarðarbyrgi. Honum er nauðgað í fyrsta sinn þegar hann er sex ára gamall, og fær að halda lífi með því að þóknast körlum kynferðislega í veröld þar sem börn eru ekki til og konur tæpast. Þetta eru aðallega skipstjórar á bátum sem stunda tilviljanakennda blöndu af fiskveiðum, verslun og ránum á verðmætum og fólki. Þegar sagan 532
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.