Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 71
Að gefa í boðhtetti þeim sérstæðu formgerðarþáttum sem hún byggir texta sína á. Þess vegna snýst hún gegn frásagnarraunsæi sem á að vera einhlítur fulltrúi veruleikans í hefðbundnum prósa; hún leitast við að brjóta upp þennan veruleika, túlka hann í stað þess að kappkosta að endurskapa hann með trúverðugri veruleikalíkingu. Hún er sífellt að trufla sjálfvirka „neyslu“ textans, og leitast við að gera lesturinn að virkri athöfn sem tengist á frjóan hátt hugsunum lesandans um líf og samfélag. Því má segja að Svava nálgist módernismann úr pólitískri átt; módernismi hennar er sprottinn af einkar meðvituðum hugmyndafræðilegum markmiðum. Samt sem áður má finna að baki verka Svövu hinn upprunalegri drifkraft módernismans, sem kemur fram í því að þeir nýju tímar sem maðurinn hefur lifað undanfarna öld kalla á nýtt inntak og þar með á nýtt form (e.t.v. væri réttara að segja að efniviður nútímahöfunda kallaði á nýja formgerð skáldverka). I flestum tilfellum felst þetta hreyfiafl í því sem kalla mætti existensíalíska reynslu er nútímamaðurinn gengur í gegnum á einn eða annan hátt. I verkum módernismans birtist nútímamaðurinn iðulega sem einstæðingur í heimi sem er vaxinn honum yfir höfuð. Þar sem hann er firrtur veröldinni getur hann ekki veitt okkur áþreifanlega mynd af „hlut- lægum“ ytri veruleika, en við kynnumst hugarheimi hans sjálfs þeim mun betur og þeirri einstæðingsbundnu mynd sem veröldin fær á sig í þeim heimi. Hvernig kemur þessi (einfaldaða) mynd af söguhetju módernismans heim og saman við verk Svövu? I fyrrnefndri ritgerð veltir Svava fyrir sér hvernig hún geti „gert innri reynslu raunverulega í skáldskap." (222) „Kvenleg reynsla er að mestu falin undir yfirborðinu í menningarlífi okkar“ (226) og þess vegna vill Svava gera „þetta innra líf — eða dulda líf“ (227) að viðfangsefni sínu. Innri reynsla verður ekki vel tjáð með frásagnaraðferðum „hlutlægs" raunsæis sem sprottið er af þörf manna til að gera sér grein fyrir og lýsa aðstæðum og ytri raunveruleika. En athugun á þeim aðstæðum sem söguhetjur Svövu búa við styrkir raunar hugmyndir um módernískt eðli verka hennar. í langflestum tilfellum er söguhetjan kona sem er einangruð, býr í innilokaðri veröld að einhverju tagi. Víxlverkanir milli einstaklings og samfélags, sem liggja til grundvallar hinni hefðbundnu raunsæju sögu, eru vart merkjanlegar hér. Þetta leiðir óhjákvæmilega til skipbrots hins heilsteypta persónuleika eins og hann hefur svo oft birst okkur í skáldskap. Frá sjónarhóli róttæks módernisma veitir nútíminn skáldskapnum enga heimild til að draga upp mynd af persónu sem tekur út sinn þroskaferil jafnt og þétt í kynnum við og til móts við raunveruleikann. Raunveruleikinn fer öðru vísi að firrtu nútímafólki; hann er ýmist fullkomlega kyrrstæður að sjá, eða í óræðum fjarska frá einfara skáldverksins, eða þá hann brestur á, 541
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.