Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 84
Keld Jorgensen Er víst að 7. áratugurinn sé liðinn? Um einstakling og sögu í Fótboltaengli Hans-Jorgen Nielsens Inngangur Fótboltaengillinn eftir H. J. Nielsen kom út í Danmörku í árslok 1979. A árunum 1977—1980 voru endurlit, uppgjör og mat á stöðunni algeng í blöðum, tímaritum og bókmenntum þar í landi eins og víða annars staðar. 1977 voru 60 ár liðin frá októberbyltingunni; 1978 voru tíu ár liðin frá því magnþrungna ári 1968; 1980 lauk enn einum áratug. Hvað hafði gerst? Hvert hefur leið okkar legið? Hvar stöndum við nú? Það skipti vinstri vænginn einstaklega miklu máli að meta pólitíska stöðu sína og hún var rædd með hliðsjón af kreppu vinstri manna, — atkvæðaleys- inu. Auðvitað flæktust miklu fleiri inn í þetta uppgjör enda hafa glaðhlakka- legar hugmyndir 7. áratugarins teygt sig langt út fyrir vinstri vænginn. Nú orðið er ’68 þjóðsaga. Það er ómögulegt að benda á ákveðna atburði eða menn og segja: Þeir voru æskulýðsuppreisnin. Ættu það þá t.d. að vera aðgerðirnar gegn alþjóðabankanum, gegn heimsvaldastefnu Bandaríkja- manna í Víetnam eða háskólatökurnar? Gætu það verið Bítlarnir, Herbert Marcuse, Bob Dylan eða Pink Floyd? Eða kannski rokkararnir, hipparnir, flippararnir eða djönkararnir? Þannig mætti lengi telja. Allt eru þetta vissulega liðir í því sem við erum orðin vön að kalla æskulýðsuppreisnina. Við erum búin að fylla eyðurnar í myndinni af því sem gerðist þá, — það er orðið að þjóðsögu. Fótboltaengillinn er tilraun til þess að ná utan um þróun þessara ára. Hann er óvenju flókin skáldsaga. Sú greining sem hér fer á eftir beinist fyrst og fremst að meginþema hans: Litlu sögunni andspænis stóru sögunni, — einstaklingnum andspænis mannkynssögunni. Einnig verður rætt um sjálfs- mynd karlmannsins sem er viðamikið minni í Fótboltaenglinum. X 554
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.