Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 89
Er víst að 7. áratugurinn sé liðtnn
við hafa sökkt sér niður í: Fótboltinn, kynjabaráttan, vinstri vængurinn
o.s.frv., verður tvímælalaust að kalla minni með tilliti til þess. (KRITIK
52,140)
Tvö ártöl skipta meginmáli í sögu Frandses: 1968 og 1973. Arið ’68 hittast
Frandse og Katrín á háskólaskemmtun, nokkurs konar garðsballi. Og árið
’73 hefst upplausnin og aðskilnaðurinn. I sögu samfélagsins er hámarkshag-
vöxtur og kreppa.
Þróunin í samhenginu á milli sjálfsævisögu Frandses og mannkynssög-
unnar er þannig að árið ’68 á það við um bæði hann og Franke að litla og
stóra sagan eiga næstum algera samleið:
Það sem Franke fær í raun og veru út úr því að spila þess í stað fótbolta öll
þessi ár, það sem hann finnur t.d. þetta augnablik á Wembley, er kannski í
eðli sínu svipað því sem ég finn á hinum miklu árum unglingauppreisnarinn-
ar: Sterk tilfinning um að hægt sé að hafa áhrif á veruleikann, hægt að mýkja
hann, setja hann á endalausa hreyfingu, eftirlátan og móttækilegan. Við erum
ekki þeir einu sem dönsuðu inni í sápukúlum. (49 — 50)
Ffliðstæðurnar í fótboltanum og stúdentauppreisninni eru margar og
djúpt á sumum þeirra. Fótboltinn er notaður á táknrænan hátt til þess að
sýna hreyfinguna í lífi Frandses. Nánast bókstaflegt hrap Frankes má rekja
til meiðsla i atvinnuíþróttum og hrap Frandses er hliðstætt. Hann hefur líka
kostað of miklu til. Persónuleiki hans gengur ekki upp í pólitískri róttækni
og sögulegum sannindum; hann er skaddaður eftir pólitískt starf. Einstakl-
ingurinn og mannkynssagan eru misvísandi:
Nei, og þó ekki alveg þannig, það verður æ minna um að stjórnmál og saga
séu nokkuð sem lýsir sér í fyrstu persónu eintölu, um leið og ég, af lífi og sál
og undir rauðum fánum, kasta mér út í stéttarbaráttuna og það sem ég tel
henni nauðsynlegt, slítur hún sig jafnframt lausa eins og hún sé eitthvað
sjálfstætt hvað varðar mig og mína persónulegu tilveru. (117)
Frandse grunar að sjálfsmyndin sé svona hvarflandi vegna þess hvaða leið
hann hefur farið, — alþýðustrákurinn er orðinn að menntamanni. Einhvers
staðar á leiðinni hafa tilfinningar og skynsemi, skynjun og hugsun orðið
viðskila. Til þess að sameina þessa tvo þætti af sjálfum sér rýkur Frandse í að
skrifa háskólaritgerð um fótbolta. Hann vonar að með því geti hann
sameinað námið sem fylgdi fóboltaleik unglingsáranna og skynsamlega
greiningu fullorðins manns. Niðurstaðan verður að saga einstaklingsins og
stóra sagan, eins og hún lítur út eftir skynsamlega greiningu, verði ekki
þvingaðar til að hreyfast eins. Einstaklingurinn og hugmyndin um sannleika
eru í raun og veru andstæður. Einstaklingurinn er staddur í öngþveiti
559