Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Qupperneq 92
Tímarit Máls og menningar
Það eru þekkt varnarviðbrögð að laga sig að viðbrögðum umhverfisins
við persónuleikanum og þessi setning er einfaldur snúningur á: „Eg er
yndislegur og þú elskar mig, þess vegna er ég helmingi yndislegri.“
Kvennahreyfingin hefur vissulega gefið þessum snúningi undir fótinn.
Karlmaðurinn og andhetjan hefur beinlínis tekið gagnrýnina til sín.
Aður hefur verið minnst á annan klofning; þann sem er á milli þeirra
Franke og Frandse. Auðvitað getur það virst vera gamla bilið á milli
tilfinninga og skynsemi, líkama og höfuðs. Engu að síður verður smám
saman ljóst að það er menntamaðurinn Frandse sem fellir þessa andstæðu
inn í FF, og það athæfi hans er í takt við þann skilning menntaðra vinstri
manna að hjá þeim sjálfum séu tilfinningarnar slitnar úr öllu samhengi en
ósnortnar hjá verkalýðnum. Þess vegna væri frekar ástæða til að tala um að
báðir breyttu tilfinningalífi sínu og mótuðu úr því árásargirni og metnað, —
auðvitað í von um að þá rætist draumurinn um yfirráð sem samfélagsað-
hæfing þeirra er grundvölluð á.
Það sem hér er verið að tala um í tengslum við sjálfsmynd karlmannsins í
Fótboltaenglinum má ef til vill draga saman í eina spurningu, sem er líka
knýjandi spurning um kvennahreyfinguna að ekki sé nú talað um hreyfingar
homma og lesbía: Hve miklu máli skiptir kynferðið í frelsun manns?
Einnig mætti spyrja hvernig á því stendur að Frandse þroskast, að honum
er í raun og veru mögulegt að leiðrétta það sem skrifað hefur verið á töflu
persónuleikans. Því er erfitt að svara vegna þess að atburðirnir sem lýst er,
litla ævisagan hans Frandses, gerast fyrir ritunartíma sögunnar. Dagbók
Frandses er jafnframt stíluð til Alexanders og verður þess vegna að nokkurs
konar erfðaskrá kynslóðarinnar. Um leið verður Alexander nokkurs konar
fulltrúi þeirra sem á eftir koma og lesa verkið. Viðhorf hans verður viðhorf
þeirra. Þar að auki er Frandse, faðir Alexanders, auðvitað að halda sínum
draumum og metnaði að syninum í von um að Alexander geri þá að
veruleika.
Majken verður sams konar trygging fyrir sjálfsmynd Frandses og á sinn
þátt í því að hann fellur ekki saman. Samband þeirra verður Frandse reynsla
sem var ómöguleg með Katrínu: Hjá Majken fær hann viðurkenningu og ást
sem er þroskandi, öfugt við kröfu Katrínar um skilyrðislausa uppgjöf.
Aðalatriðið í afstöðu Frandses til Alexanders og Majken er að hann ber
aftur kennsl á sjálfan sig. I sambandi þeirra verður eðlileg fjarlægð á milli
þess æskilega og þess sem er og við lok bókarinnar er hann tilbúinn til að
taka virkan þátt í samskiptum við þau tvö.
Sé því slegið föstu að lágmarksþekking á sjálfum sér skipti höfuðmáli í
sjálfsmynd Frandses, verður einnig mögulegt að útskýra dularfyllsta atriðið
í bókinni: Frelsandi spretthlaup Frandses. A einum af reglubundnu sprett-
562