Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 96
Tímarit Máls og menningar féllu þar náir (þ. e. dauðir; fleirtala af nár, ,,lík“); grán (þ. e. grá) spjót drifu á gauta (þ. e. menn). Meginhluti vísunnar er að verulegu leyti tilbrigði við orrustulýsingar í fornum dróttkvæðum, þar sem bardögum er líkt við hríðarveður og vopn dynja yfir menn rétt eins og hagl eða drífa. En svo meistaralega yrkir þetta ókunna skáld, að sum orðin eru tvígild að merkingu og lúta annars vegar að vígaferli og manndrápum og á hinn bóginn eru þau drög að vetrarlýsingu. Orðið hríð-eflir á bæði við manninn sem eflir bardagann og einnig við náttúruöflin sem valda hríðinni; grái liturinn er að vísu notaður um spjótin, en hins vegar er auðsætt að hann hentar ekki síður þessari norðlægu heiði, eins og hagar til, þar sem orðið hríð er tvítekið í vísunni; fátt er grárra í útlegðum heims en heiði norðanlands í skammdeginu, áður en jörð er snjóvi hulin, og liggur þó undir kafaldi. Og sögnin drifu um spjótin minnir vissulega á snjófok. Orrustulýsing og vetrarmynd renna saman í eitt. En sá er þó reginmunur á þessu erindi og öðrum dróttkvæðum vísum, að skáldið sjálft bíður hel í viðureigninni og getur því ekki komið skáldskapnum á framfæri nema með því móti að lauma þessum ljóðlínum inn í draum Brynjólfs nokkurs á Kjalarnesi. Eins og áður var lauslega drepið á, þá sver meginhluti vísunnar sig í ætt við dróttkvæði með lýsingum á bardögum; að því leyti stendur þetta erindi djúpt í rótum íslenskrar menningar. En öðru máli gegnir um fyrstu ljóð- línuna; hún er runnin frá lærðum hugmyndum sunnan úr álfu. Er því ærin ástæða til að ætla, að skáldið hafi stundað aðra iðju en vopnaburð einan; hér er á ferðinni maður, sem hefur kynnst við bækur. Staðhæfingin um hrörnun heims í brjósti vísunnar lendir þar ekki af handahófi, heldur er hún nátengd vetrarlýsingunni sem fer á eftir. I lærðum ritum er vetur látinn tákna elli, og á hinn bóginn fara saman elli og hrörnan heims: „Mikið er elli að bíða og hrörnan heims þessa,“ segir í Mágus sögu jarls (1949: 291). Um táknrænt gildi árstíða segir svo í Hómilíubókinni fornu (1872: 36; sbr. einnig Hauksbók, 1892—1896: 173): „Vor merkir æsku vora, því að í æsku þróast líkams afl sem sólar gangur of vor. Sumar merkir fulltíða aldur, því að þá hefir líkamur allt afl sitt sem sumar allan sólar hita. Haust merkir elli, því að svo þverr líkams afl við elli sem sólar gangur of haust. Vetur merkir örvasa aldur, því að þá er líkamur þrotinn að öllu afli og hita, sem vetur er sól-laus og kaldur.“ En hrörnun heims stafar ekki einungis af ísum og sólarleysi, heldur einnig af hnignandi siðum, en um það efni er hægt skrifa lengra mál en unnt sé að leysa af hendi í skammdegi þessa árs. I inngangi Melabókar að landnámum í Norðlendingafjórðungi hljóðar ein málsgreinin á þessa lund: „Hafa þar og flestar sögur gerzt og stærstar í þeim héröðum, og eigi eldist það enn á vorum dögum, þótt vér eldumst og 566
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.