Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 97

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 97
Draumvísa landid brörni að sínum kostum. “ Jón Jóhannesson taldi að Styrmir fróði (d. 1245) hefði samið frumgerð formálans einhvern tíma á árunum 1203 — 1237; skáletruðu orðin hér að framan eru eitt atriði sem Jón teflir fram máli sínu til stuðnings. I útgáfu sinni á Landnámu í Islenskum fornritum hefur Jakob Benediktsson rökstutt tilgátu Jóns rækilegar en gert hafði verið áður, en um skáletruðu setninguna segir Jakob hinsvegar: „Orð formálans um hrörnun landsins eiga sér að vísu greinilegar hliðstæður í erlendum miðaldabók- menntum, og er þess vegna naumast allt of mikið upp úr þeim leggjandi.“ (Islensk fornrit I: lxxxv). I neðanmálsgrein á sömu blaðsíðu nefnir Jakob latnesku fyrirmyndina: „Að heimurinn eldist og hrörni („mundus senescit") er fast viðkvæði í miðaldabókmenntum Evrópumanna . . Örlygsstaðabardagi varð 21. ágúst 1238, og má því fara nokkuð nærri um aldur draumvísunnar, ef treysta má hugmyndum Sturlu Þórðarsonar um uppruna hennar. Þetta gerist nokkru eftir að Styrmir fróði minnir lesendur á hrörnun landsins. En þegar hér er komið sögu mun hugmyndin ekki hafa verið nein nýlunda með íslenskum lærdómsmönnum. Elsta dæmið sem mér er kunnugt um í fornritunum prýðir hómilíu eina (1872: 49), sem skráð var á 12. öld og helguð jólunum sjálfum: „. . . vér sjáum eiginlegum augum vorum, að heimur sjá hrörnar á leið fram.“ Menn þurftu semsé ekki einu sinni að beita hugskotsaugum sínum í því skyni að líta hrörnun þessa heims. Ekki voru liðnir ýkja margir vetur frá dauða Styrmis fróða, þegar Konungs skuggsjá, höfuðverk norskra bókmennta á 13. öld, var færð í letur. Höfundur er óþekktur, en auðsætt er að hann hefur verið mikill lærdóms- maður, og þarf því engan að undra þótt sá fróði maður hafi kynnst hugmyndum um hrörnan heims. Hér má lauslega geta þess fyrst, að tvívegis skipar hann saman sögnunum að „þorna“ og „hrörna“, eins og draummað- ur Brynjólfs á Kjalarnesi gerði: „. . . tréð er kvikt. Það vex og gefur grænt lauf, og svo hrörnar það og þornar, þegar það tekur að deyja.“ (Utg. Ludvig Holm-Olsen, 1945: 18). „Þess bið ég . . . að engi kvistur sá, er af mér blómgast þorni eða hrörni.“ (Sama rit, 96—97). Þó beitir hann öðrum orðum um aldur heims: „Svo er nú mikil fyrnd ad heiminum, að varla munu nú þeir hlutir kunna til að verða, er eigi munu dæmi til finnast, að fyrri hafa orðið.“ (Sama rit, 78). A árunum 1332 — 39 var Jón Halldórsson biskup í Skálholti. Hann var norskur menntamaður, hafði stundað nám í París og Bologna og verið um hríð kórsbróðir í Niðarósi, áður hann gerðist sálnahirðir Islendinga. Af honum er merkilegur þáttur, sem minnist góðvilja biskups „að gleðja nærverandismenn með fáheyrðum dæmisögum, er hann hafði tekið í útlöndum, bæði með letrum og eiginni raun.“ Einni sögu hans fylgja svofelld ályktarorð: „Má af slíku marka . . . hverjar listir lifa í bókunum, 567
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.