Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 99
Umsagnir um bækur SIÐFERÐI OG MANNLEGT EÐLI höfundur: Páll S. Árdal Hið íslenska bókmenntafélag, 1982 Islendingar hafa verið iðnari við að setja saman hvers konar bækur aðrar en bækur um eiginlega heimspeki. Þó hefur heimspekin lengst af verið ein helsta kennslugrein í æðri skólum meðal evrópumanna í 2500 ár eða svo og hefur að minnsta kosti á stundum gegnt mikil- vægu hlutverki í menningu þeirra. En hér á Islandi virðist sem þessi grein hafi aldrei náð að skjóta rótum, nema ef vera skyldi nú á síðustu árum. Það hlýtur því að teljast nokkur viðburður að út kemur á íslensku frumsamin bók um heimspeki. Höfundur þeirrar bókar sem hér er fjallað um, Páll S. Árdal, er pró- fessor í heimspeki við Queen’s University í Kingston í Kanada. Páll hefur gert heimspeki Skotans Davids Hume (1711 — 1776) að sérsviði sínu, og þá einkum siðfræði hans og sálarfræði. Er Páll nú meðal virtustu fræðimanna á þessu sviði. Höfuðverk Páls til þessa, sem út kom 1966, nefnist Passion and Value in Hume’s Treatise. Þar leiðir Páll rök að því að siðfræðikenningar Humes hvíli á sálarfræði hans. Þessi túlkun á Hume var þá nýmæli, en mun nú við- tekin af flestum Hume-fræðingum. Eftir Pál hefur að auki birst fjöldinn allur af ritgerðum í heimspekitímaritum, bæði um Hume og um önnur efni svo sem loforð og refsingar. Rauði þráðurinn í Siðferði og mann- legu eðli er siðfræði Humes, og er bókin unnin upp úr útvarpserindum sem Páll flutti um það efni hér heima sumarið 1976. I meðförum Páls eru efninu þó gerð þess háttar skil, að oft er eins og fremur sé um að ræða inngangsrit um siðfræði almennt en verk um siðfræði tiltekins heimspekings. Hygg ég að höf- undur hafi raunar ætlað sér að slá tvær flugur í einu höggi: miðla fróðleik um hugmyndir þessa merka skoska heimspekings og veita íslenskum lesend- um nokkra innsýn í siðfræði eins og hún er iðkuð af heimspekingum nú á dögum. Þannig hefur bókin að geyma næsta al- mennar rökræður um eðli og hlutverk siðfræðinnar, hvort óeigingjarn verkn- aður sé hugsanlegur, samrýmanleika löggengis og frelsis og eðli eignarréttar- ins, svo að nokkur dæmi séu tekin. Hér verða siðfræði Humes eða útlist- un Páls S. Árdal á henni ekki gerð nein nákvæm sk.il. Þó skal drepið á fáein meg- inatriði. Siðfræði Humes er athyglisverð ekki síst fyrir þá sök að Hume er einn fyrsti heimspekingurinn á nýöld sem reynir að gera grein fyrir mannlegu sið- ferði án þess að gera ráð fyrir Guði eða æðri forsjón af neinu tagi. Guðleysið einkennir raunar ekki aðeins siðfræði Humes heldur líka þekkingarfræði hans, 7 TMM 569
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.