Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Síða 99
Umsagnir um bækur
SIÐFERÐI OG MANNLEGT EÐLI
höfundur: Páll S. Árdal
Hið íslenska bókmenntafélag, 1982
Islendingar hafa verið iðnari við að setja
saman hvers konar bækur aðrar en
bækur um eiginlega heimspeki. Þó hefur
heimspekin lengst af verið ein helsta
kennslugrein í æðri skólum meðal
evrópumanna í 2500 ár eða svo og hefur
að minnsta kosti á stundum gegnt mikil-
vægu hlutverki í menningu þeirra. En
hér á Islandi virðist sem þessi grein hafi
aldrei náð að skjóta rótum, nema ef vera
skyldi nú á síðustu árum. Það hlýtur því
að teljast nokkur viðburður að út kemur
á íslensku frumsamin bók um
heimspeki. Höfundur þeirrar bókar sem
hér er fjallað um, Páll S. Árdal, er pró-
fessor í heimspeki við Queen’s
University í Kingston í Kanada. Páll
hefur gert heimspeki Skotans Davids
Hume (1711 — 1776) að sérsviði sínu, og
þá einkum siðfræði hans og sálarfræði.
Er Páll nú meðal virtustu fræðimanna á
þessu sviði. Höfuðverk Páls til þessa,
sem út kom 1966, nefnist Passion and
Value in Hume’s Treatise. Þar leiðir Páll
rök að því að siðfræðikenningar Humes
hvíli á sálarfræði hans. Þessi túlkun á
Hume var þá nýmæli, en mun nú við-
tekin af flestum Hume-fræðingum. Eftir
Pál hefur að auki birst fjöldinn allur af
ritgerðum í heimspekitímaritum, bæði
um Hume og um önnur efni svo sem
loforð og refsingar.
Rauði þráðurinn í Siðferði og mann-
legu eðli er siðfræði Humes, og er bókin
unnin upp úr útvarpserindum sem Páll
flutti um það efni hér heima sumarið
1976. I meðförum Páls eru efninu þó
gerð þess háttar skil, að oft er eins og
fremur sé um að ræða inngangsrit um
siðfræði almennt en verk um siðfræði
tiltekins heimspekings. Hygg ég að höf-
undur hafi raunar ætlað sér að slá tvær
flugur í einu höggi: miðla fróðleik um
hugmyndir þessa merka skoska
heimspekings og veita íslenskum lesend-
um nokkra innsýn í siðfræði eins og hún
er iðkuð af heimspekingum nú á dögum.
Þannig hefur bókin að geyma næsta al-
mennar rökræður um eðli og hlutverk
siðfræðinnar, hvort óeigingjarn verkn-
aður sé hugsanlegur, samrýmanleika
löggengis og frelsis og eðli eignarréttar-
ins, svo að nokkur dæmi séu tekin.
Hér verða siðfræði Humes eða útlist-
un Páls S. Árdal á henni ekki gerð nein
nákvæm sk.il. Þó skal drepið á fáein meg-
inatriði. Siðfræði Humes er athyglisverð
ekki síst fyrir þá sök að Hume er einn
fyrsti heimspekingurinn á nýöld sem
reynir að gera grein fyrir mannlegu sið-
ferði án þess að gera ráð fyrir Guði eða
æðri forsjón af neinu tagi. Guðleysið
einkennir raunar ekki aðeins siðfræði
Humes heldur líka þekkingarfræði hans,
7 TMM
569