Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1983, Page 104
Tímarit Máls og menningar Draumur upphafsins niðar í kvöldinu, brotnar í martröð við oddann, líður áfram leiðar sinnar, / .../ Og enn er ógnin ástæðan: Uggvekjandi er hinn ósýnilegi háski. Ekki skírskotar ljóðið síður til þjóð- félaga nútímans fyrir það að háski þess er „ósýnilegur". Vegna þess hve allt gangvirki tæknivæddra þjóðfélaga er flókið verða ógnir þeirra mönnum óá- þreifanlegar, síðan fjarlægar, þá fram- andi og enn skelfilegri. Um leið reynist erfiðara að berjast gegn földum öflum sem valda þeim. Ljóð Þorsteins frá Hamri hafa reyndar oftast verið ákveðin og viss um gegn hverju þau berðust og stundum hefur skáldið verið býsna harð- ort og óvægið, gagnrýnt hreinskilnislega sjálft sig og aðra, t.d. í mörgum ljóðanna í Jórvík og sums stðar í V'eðrahjálmi. I Spjótalögnm á spegil er sem skáldið sé orðið tortryggnara og ráðvilltara — og ljóðin eru innhverfari en nokkru sinni fyrr. „Villa" (36): Eg er að villast í votu myrkrinu. Sviplega streymir líf mitt að einum ósi. Þó doka ég við. Þær dyljast á mörkinni, snörurnar snúnar úr ljósi. I þessu ljóði eru ráðleysi og uppgjöf ljóðmælanda svo mikil að jafnvel and- stæða myrkurs og birtu eyðist, Ijóðmæl- andi óttast myrkrið og tortryggir birtuna, engu má treysta. „Golgata" (14) er það ljóð Spjótalaga á spegil sem einna líkast er gömlum ljóð- um Þorsteins þar sem deilt er á andvara- leysi og hræsni. Það einkennir bæði Jórvík og Veðrahjálm. Tónninn er harðari og kaldhæðnislegri en í flestum hinna ljóðanna. I hálfkæringi ljóðsins er þó e.t.v. mesta vonleysi þess falið: Þú kaupir þér ekki nagla til að krossfesta sálir — þú þarft einúngis að hnykkja rétt á orðunum. Ljóðið lýsir þeim gráu samskiptum fólks sem ekki eru líkleg til að lýsa upp vot myrkur eða aflétta háska af neinu tagi. Það kemur líka á daginn að nóg er af einsemd og annarri þjáningu í bókinni. Ljóðmælandi í „Samvizku“ (12) er í senn illa haldinn af samviskubiti og ófær um að lina eigin kvöl: Samvizka — sál mín herðir spjótalög á spegil I speglinum horfist hann í augu við sjálf- an sig nakinn — og sýnilegt að hann helst ekki við. Sér þá þann eina kost að afskræma mynd sína — flýja þjakaða samvisku sína með því að brjóta sálar- spegilinn. Ein afleiðingin er einangruð kvöl, t.d. eins og sú sem birtist í „Þögn“ (28) Þögn — nema regn á þaki og andardráttur innanvið gömul þil sem skekur sál mína, skelfir líf mitt i heimsfriði hússins. \ 574
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.